Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 13
af fólki í Ólafsvík og það var svo gaman að hlusta á þær. Það var
yndislegt að eiga þessar konur að en þær eru allar látnar í dag en
Guð blessi minningu þeirra.Um tíma vann ég í Bakka hálfan daginn
og svo á Heilsugæslunni við skúringar og svo í kvöldvinnu á Bakka
ef unnið var og svo þegar sú vinna var búin kannski á milli kl. 10 og
miðnættis, þá fór ég að skúra hjá tannlækninum niðri á stöð. Hún
kom alltaf með mér góð vinkona mín hún Björg hans Róba og sat
hjá mér meðan ég skúraði. Þetta var náttúrulega bara bilun meðan
þetta var svona," segir Sanný og hlær dátt. „Ég er búin að vinna hjá
Heilsugæslunni a.m.k. 40 ár en ég vann líka meðan hún var til húsa
í Hjarðartúni". Hún segist ekki vera ákveðin hvenær hún hættir en
það kemur í Ijós segir Sanný.
Taka hring um Ólaf svík
Sanný fékk fyrir skömmu viðurkenningu frá Heilbrigðisstofnun
Vesturlands fyrir góða þjónustu við fyrirtækið og viðskiptavini.
Ég undirritaður get líka tekið undir það að hún veitir mjög góða
þjónustu, alltaf jákvæð og fljót að greiða úr erindum fólks sem þurfa
að leita þangað. Sanný hefur einn góðan sið en alltaf að vinnudegi
loknum þá segist hún taka einn hring í Ólafsvík bara svona til að
vita hvort ekki sé allt í lagi og líka að sjá fólkið sem er á ferðinni. Þá
segir hún og þau bæði að það sé frábært að búa í bæjarfélaginu.
Varðandi áhugamálin hjá þeim eru þau helst að ferðast og vera úti
í náttúrunni og gera þau mikið af því.
Gunnar Bjarnason SH 122. Ljósm: Pétur Steinar.
Finn aðeins fyrir þreytu
Eftir að Hemmi hættir á Geysi þá fer hann á Pétur Jóhannsson
SH með Konráði Gunnarssyni og seinna fór hann til Óttars á
Auðbjörginni og það var mjög gott pláss hjá honum. Hann var
vertíð á Stapafellinu með Guðmundi Kristjónssyni og líka með Rafni
Þórðarsyni á Sveinbirni Jakobssyni nýjum og það varfínn tími með
þeim báðum. „Eitthvað var ég með Fía góðvini minum á Jóa á Nesi
en það var áður Stefán Kristjánsson SH." Hemmi segist aldrei hafa
verið á síldveiðum eða á skuttogurum. Hemmi er svo í kringum
tíu ár að vinna í saltfisknum á Bakka sf. Hann var mest í að meta
saltfiskinn og það var nóg að gera hjá fyrirtækinu og margir þar í
vinnu. Bakki sf var stofnaður árið 1965 af Magnúsi Kristjánssyni og
Oliver bróður hans ásamt mági þeirra Guðmundi Jenssyni en hann
var giftur Jóhönnu systur þeirra bræðra. Þar var öflug saltfiskvinnsla
og verkstjóri alla tíð var Gylfi Magnússon elsti bróðir Hemma. Eftir
veruna á Bakka sf fer Hemmi á Guðmund Jensson SH til þeirra
feðga Jónasar Gunnarssonar og llluga en hann var skipstjórinn
og er með þeim í mörg góð ár. Síðastliðin ár hefur Hemmi verið
stýrimaður á Gunnari Bjarnasyni SH eins og sagði í byrjun og verið
þar í góðu plássi. „Auðvitað er maður aðeins farinn að finna til
■■I
Hermann með félögum sínum á Gunnari Bjarnasyni SH. Fv er Matthías Gunnarsson, Þorsteinn
Hauksson, Hermann, Hilmar Hauksson og Stefán Kristófersson. Ljósm: Pétur Steinar.
þreytu í löppunum og þetta er bara orðið gott," segir Hermann
og kímir. Ég ræddi við nokkra sjómenn samskipa Hermanni og þeir
segja hann góðan félaga um borð, duglegan sjómann sem stendur
sína pligt. Hann er líka úrræðagóður og ósérhlífinn.
Það hefur orðið bylting
í lokin þá minnist Hemmi á allar þær breytingar sem hann hefur
upplifað á sjónum frá því að hann byrjaði 1962. „Ef við tökum til
dæmis netaveiðarnar. Þá voru netasteinar svokallaðir hafðir á neðri
teininum með ca eins og hálfs til tveggja faðma millibili og það
gera ca 15 til 18 steinar á neti og þessu öllu varð að henda útfyrir
lunninguna í hvaða veðri sem var. Á efri teininum voru glerkúlur í
poka sem oft áttu til að flækja trossurnar. Seinna komu plasthringir
og það var þó strax skárra. Það var að sjálfsögðu gríðarleg breyting
þegar flotteinninn og blýteinninn komu um borð. Svo má nefna
drekana sem voru alltaf stórhættulegir í meðförum en nú er notað
það sem kallast „dregg" og er allt annað að vinna við. Ekki má
gleyma afdragaranum þ.e. dráttarkallinum og svo niðurleggjaranum
á netunum. Það er algjör bylting. Svo er eins með dragnótina
það hafa líka orðið breytingar þar. Spilum stjórnað úr brúnni og
næturnar svo dregnar inn á vindu þegar þær kom upp. Miklu minni
hætta en áður var. Svo líka móttakan á fiskinum um borð, allt í
vinnuhæð, fiskurinn þveginn áður en hann fer í lestina og honum
svo raðað í kör og miklu betri meðferð á fiskinum. Við munum
báðir," segir Hemmi „að allur fiskurinn var tekinn af dekkinu og
blóðgaður og hent ofan í boxalok eða lúgurnar á bátunum. Það var
verið að elta kolablöðin um allt dekk á dragnótinni. Aðbúnaðurinn
fyrir mannskapinn um borð er orðinn allt annar og miklu betri en
var. Allt annað líf núna," segir Hermann Magnússon.
11