Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 29

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 29
Snjóflóð á Norðfirði „Árið 1974 fékk ég mikið sár á handlegginn og lenti á spítala og þá kom í Ijós að æxli var komið í hann. Þá voru liðin tæp 40 ár frá því að ég brenndi mig á gólfinu heima á Norðfirði. Snorri læknir sagði að ég ætti að hafa samband við lækni ef eitthvað gerðist með handlegginn. Þarna var ég hætt komin en komst svo fljótt á spítala að mér varð ekki meint af. Mér er þetta alltaf mjög minnisstæður tími því þetta var 22. desember sem ég lá á spítalanum, sama dag og snjóflóðið féll á Norðfjörð. Þar fórust tólf manns og ég vissi að pabbi var að vinna í frysthúsinu á staðnum. Hún Heiðbrá dóttir mín var hjá mér á spítalanum og ég segi við hana að hún verði að hringja strax austur og vita hvað varð um hann. Sem betur fór var ekki vinna hjá föður mínum þennan dag og við önduðum öll léttara en þetta var hræðilegt slys sem aldrei gleymist." Tíu ár á Gufuskálum „Steini fer einnig að vinna í kaupfélaginu hjá Matthíasi kaupfélagsstjóra og er þar við afgreiðslustörf í um þrjú ár. Hann er líka á sjó á Arnkeli SH sem kom nýr 1960 og þar er hann vélstjóri og var þá búinn að fara í vélskólann í Reykjavík. Það var bara með hann Steina minn að hann var svo sjóveikur og það háði honum mikið. I um tíu ár búum við á Gufuskálum og þar starfar Steini sem vélstjóri en þar bjuggu þá um 100 manns og af þeim hópi vorum við Steini með börnin okkar níu," segir Aldis og brosir. „Þá tekur Steini við skólaakstrinum á Hellissandi en áður keyrði Kjartan Steingrímsson krökkunum en hann bjó í Rifi og átti rússajeppa og það var oft staflað í hann. Hann setti Rifskrakkana út á Hellissandi og ók svo út á Gufuskála til að sækja krakka þangað. Steini var soldið strangur og vildi hafa reglu á krökkunum um að þau sætu kyrr og höguðu sér vel en hann var á stærri bíl og því meira pláss í honum". Það var mikið að gera hjá þeim hjónum á þessum árum með öll börnin sem þau eignuðust en þau eru í aldursröð: Sólveig fædd 1951, Stefán 1953, Svanur 1954, Heiðbrá 1955, Ásdís 1957, Rut 1959, Þór 1962, Dís 1964 og Aðalsteinn er yngstur fæddur 1965. Einnig missti hún fóstur á þessum árum. Mikil félagsmálakona Eins og áður sagði er Aldís mikil félagsmálakona. Það voru fleiri en stúkan á Hellissandi sem sóttust eftir kröftum þessarar ungu duglegu og hugrökku konu frá Norðfirði, sem fluttist fimmtán ára á Hellissand sem hún vissi ekki einu sinni að væri til? „Vinkona mín hún Estervarí kirkjukór Ingjaldshólskirkju og hvatti mig til að koma og syngja með þeim sem ég og gerði með mikilli ánægju. Ester hafði gaman af söng og hún æfði sig heima en hún var í millirödd, kunni nótur og gat æft þannig röddina og var því vel sett og einnig var orgel á heimili hennar. Áður en ég fór í kórinn fór ég til Jóhönnu kórstjóra og spurði hvort ég mætti mæta og syngja Þetta var húsnæði Kaupfélags Hellissands. Húsið til hægri var kjötvinnsla kaupfélagsins. A neðri hæðinni þar sem gluggarnir snúa fram og á hlið var lagerinn og verslunin en þangað komu margir til að spjalla. Fyrir ofan verslunina í herberginu til hægri sváfu Aldís og María fósturdóttir kaupfélagshjónanna og glugganum fyrir miðju var svefnherbergi þeirra hjóna. Gluggarnir á horninu tilheyrðu stofunni og þar sem glugginn er á horni hússins Itv. var stúkusalurinn. Á hinni hlið hússins var m.a. eldhúsið og búrið. með. Jú, jú, það var í góðu lagi en ég var alltaf í kór heima og hafði gaman af að syngja. Sr Magnús Guðmundsson var prestur á Ingjaldshóli á þessum tíma. Fyrst var gengið upp að kirkju er farið var í messu en seinna var svo farið á jeppa en við æfðum sönginn í skólanum. Cýrus og Guðríður voru meðal annars í kórnum er ég byrjaði og einnig var Svenna Jóns, Svanhildur á Hellu og fleiri. Það var einn maður minnistæður en hann var kallaður Feri og hann var oft með skemmtilega takta að manni fannst en þetta var svona á flisstímanum og maður hló að öllu en hann söng vel," eins og Aldís segir og hlær er hún minnist þessara tíma. „Ég gerði hlé á kórnum er við bjuggum á Gufuskálum en við vorum bara með einn bíl og Steini var mikið á honum og vann stundum á kvöldin. Þá var ég líka í kvenfélaginu og þar var talsvert mikið starf en margskonar námskeið eins og t.d. saumanámskeið voru haldin þar". Þetta er ekki nóg góða mín „Mamma var alveg sátt með veru mína á Hellissandi og hún kom vestur er við giftum okkur á hvítasunnunni 1953, þann 23. maí. Það var yndislegt veður og á sama degi giftu tvær systur Steina sig líka þær Ingibjörg og Jenný en þær bjuggu í Njarðvík. Ég var þá nítján ára er við giftum okkur og þá vissi ég ekki að ég væri ekki nógu gömul til að mega giftast en þá var aldurinn 21 árs. Sr Magnús kom í Sollubæ því allskonar pappíra þurfti að undirrita. Ég var búin að fá fæðingarvottorð og sýndi sr Magnúsi það. „Þetta er ekki nóg góða mín," sagði hann. „Þú verður að vera með vottorð undirskrifað af foreldrum þínum líka." Er ekki nóg að móðir mín geri það sagði ég þá? „Jú," sagði hann svo ég varð að hlaupa til mömmu sem var í öðru húsi til að undirrita og þá var allt orðið klárt hjá sr Magnúsi að gifta okkur". T Sjómönnum ocj jisícverlcajólíci á Sndejellsnesi \ærum vic) /lamin^juósícir á sjómannadacjinn. ri)t^ÍLCOME FASTEIGNASALA Snævélar ehf. VV APARTMENTS SNÆFELLSNESS 27

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.