Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 45
Ræða á sjómannadegi í Ólafsvík 2015
Sigurður A. Guðmundsson
Kæru áheyrendur, gleðilega hátíð.
íslands hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn
þó að töf yrði á framsóknarleið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.
Tilkoma
gúmmívettlinganna
íslands hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll,
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
yfir stjórsjó og holskeflu fjöll,
flytja þjóðinni auð,
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir framtíðarhöll.
Mér dettur þessi texti eftir Örn Arnarson oft í hug þegar ég
kem um borð í báta í dag. Umhverfið er okkur sem eldri erum
nokkuð framandi. Við munum eftir því þegar það var bara kompás,
stýri og pappírsdýptarmælir um borð. í dag er eins og maður
sé komin um borð í geimskip. Þróunin hefur verið mikil bæði í
Fyrstu árin mín til sjós var ég á
síðutogurum og má segja að þar hafi
verið mikið „göslirí". Verið var á veiðum
hér á heimaslóðum, við austur og vestur
Grænland og svo við Nýfundnaland. Á
þessum tíma voru hamptrollin að renna
sitt skeið. Þau voru þung í meðförum
og í alla staði leiðinleg, svo með
tilkomu nylonsin varð mikil bylting.
Það voru ekki allir hrifnir af þeim breytingum sem áttu sér stað á
þessum árum. Man ég sérstaklega eftir umræðunni um tilkomu
gúmmívettlinganna. í þá daga voru notaðirsvokallaðirvírvettlingar,
en það voru tauvettlingar og auðvita alltaf blautir. Menn töldu
gúmmívettlingana allt of hála og spáðu því að aldrei yrði hægt að
nota þá. Svo var það blessaður sjóhatturinn. Á þessum tíma voru
að koma sjóstakkar með hettu, sem áttu að leysa gamla sjóhattinn
af hólmi. Menn töldu þessa nýju sjóstakka stórhættulega, því ef þú
brúnni og á veiðafærum en ekki síður
hefur öll aðstaða fyrir mennina um borð
tekið stakkaskiptum. Slagvatnslyktin
heyrir sögunni til, sem betur fer, og upp
er komin kynslóð sem veit örugglega
ekki hvað það er þegar talað er um
slagvatnslykt.
íffiatfífé/á /tff/jtff /Jnffife/h /œjai .Umf/r't
.yémcnntrm ccj fjc/i/tj/f/rtm/tert 'ta
/e.i/rt /i'ecj'rr 't á if/érm^^ana^/mt.
43