Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 4
Kæru lesendur
Á þessu ári eru 74 ár frá því að fyrst var
byrjað að halda upp á sjómannadaginn í
Ólafsvík. Það var árið 1942 samkvæmt því
sem Guðni Sumarliðason skrifaði í fyrsta
Sjómannadagsblaðið í Ólafsvík sem kom út
1987. Hann segir líka að næstu ár á eftir hafi
hátíðarhöldin legið niðri sum árin þar til 1951.
Frá því ári hafa ekki fallið niður hátíðarhöld
sjómannadagsins í Ólafsvík. Á Hellissandi er
samkvæmt grein eftir Sæmund Kristjánsson í
síðasta sjómannadagsblaði farið að ræða um
hátíðarhöld þar árið 1943 og ári seinna voru
kosnir menn til að sjá um framkvæmdina og
hafa þau ekki fallið niður síðan.
Þátttaka í hátíðarhöldunum var mjög góð í
langan tíma. Á árunum á milli 1965 og 1995 var
hérmikill fjöldi báta og mörg öflug fiskvinnslufyrirtæki og fjöldi fólks
að vinna í þeim. Margar sveitir frá vertíðarbátunum voru að keppa í
hinum ýmsu greinum svo sem kappróðri, boðhlaupi og reipitogi og
fleiri greinum. Þá tóku kvennasveitir frá fyrirtækjunum líka mikinn
þátt í sjómannadeginum og það kom reyndar fyrir að þær voru fleiri
en karlasveitirnar. Þetta gerði það að verkum að fjöldi fólks kom til
að horfa á og fylgjast með keppnisgreinunum og því mikið fjör á
bryggjunni. Síðustu árin hefur orðið talsverð breyting á þessu og
skipshöfnum hefur fækkað sem hafa tekið þátt og færri hafa komið
til að horfa á. Allir sjá að breytinga er þörf til að auka þátttökuna.
Breytingar
Á síðasta ári var ákveðið eftir talsverðar umræður að hafa eitt
sjómannahóf fyrir alla sjómenn í Snæfellsbæ á Klifi í Ólafsvík á
laugardagskvöldi fyrir sjómannadag. Sjómannahófið tókst með
afbrigðum vel og voru allir mjög ánægðir sem mættu, en það voru
um 400 manns, og voru allir sammála um að sama fyrirkomulag
verði framvegis. Af þessum ástæðum sem að framan eru taldar þá
hefur verið ákveðið að sameina hinar hefðbundnu keppnisgreinar
sem hafa farið fram í Ólafsvík og í Rifi og hafa þær á laugardegi og
byrja fyrsta árið í Rifi. Þær skipshafnir og aðrir sem að þessu standa
ætla að gera sitt til að allir hafi gaman af því sem fram fer með góðri
skipulagningu. Vonandi verður góð þátttaka hjá skipshöfnum og
fyrirtækjum, framhaldið veltur á góðri þátttöku.
Efni Sjómannadagsblaðsins að þessu sinni er meðal annars
viðtal við Hermann Magnússon sjómann í Ólafsvík og konu hans
Svanhildi Pálsdóttur en hann er 70 ára á þessu ári og hafa þau
Útgefendur: Viðtöl:
Sjómannadagsráðin Ólafsvík og Hellissandi Pétur Steinar Jóhannsson
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Forsíðumynd:
Pétur Steinar Jóhannsson Skálholt 13, 355 Ólafsvík, Pétur Steinar Jóhannsson
sími: 436 1015, 893 4718 Umbrot og prentun:
e-mail: psj@simnet.is Steinprent ehf. Ólafsvík
Auglýsingar: Jóhann Pétursson Ritnefnd:
Hrafn Arnarson Pétur Steinar Jóhannsson
Pétur Steinar Jóhannsson Björn E. Jónasson Jónas Gunnarsson
Próförk: Jóhann Rúnar Kristinsson
Atli Alexandersson
bæði frá mörgu skemmtilegu að segja. Þá er
viðtal við heiðurskonuna Aldísi Stefánsdóttur
um það sem á daga hennar hefur drifið en
hún flutti á Hellissand árið 1949 frá Norðfirði
aðeins fimmtán ára gömul og var ráðin þar
á heimili í vist. Þá er Gísli Kristjánsson fv.
skipstjóri í Grundarfirði tekinn tali og hefur
hann frá mjög mörgu að segja. Hann var
bæði á síðutogurunum og seinna á bátum
og hann ber þetta saman á sinn „kómíska"
hátt. Stórfróðleg grein er eftir Egil Þórðarsson
fv. loftskeytamann en hann byrjaði sinn feril
á skuttogaranum Guðsteini HF. Þar segir
hann frá hinu þýðingarmikla starfi þeirra um
borð í skipunum sem glögglega kom í Ijós er
togarinn Elliði sökk á Breiðafirði árið 1962. Þá
er skemmtileg umfjöllun um Kristmund Halldórsson skipstjóra frá
Ólafsvík en í sumarfríum fór hann í ein sautján skipti til Costa del
Sol. Hann gerði meira þar en að stunda sólina því hann kenndi
skelveiðimönnum á ströndinni að nota veiðarfærin rétt sem varð
þess valdandi að afkoman þeirra batnaði til mikilla muna. Að auki
erfjöldi mynda og frásagna sem lesendur hafa vonandi gaman af.
Þá vil ég þakka öllum þeim sem gerðu útgáfuna mögulega með
kveðjum og auglýsingum í blaðinu. Ég óska svo öllum sjómönnum
og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar á sjómannadaginn.
Pétur Steinar Jóhannsson
2