Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 67
skoðuðum þetta betur. Mér fannst þetta merkilegt stykki og hefði
viljað koma þessu i land en þessu var bara hent í sjóinn."
Erfitt að blóðga ufsann
„Jæja, þetta var níu daga túr hjá okkur og við fengum 150 tonn
sem var landað í Ólafsvík 8. apríl. Ég var rosa ánægður er hluturinn
var borgaður út en ég hafði aldrei séð svona mikla peninga. Þetta
var góð afmælisgjöf því ég varð sautján ára í túrnum þann 4. apríl.
Þessi túr gerði það að verkum að bílprófinu hjá Badda Jens seinkaði
Verið að landa úr togaranum Má SH 127. Fiskurinn var í 60 I kössum og hífður upp með klöfum
sem sjást hanga í krananum.
aðeins því ég varð að mæta í skólann. En það kláraðist svo en
mótorhjólaprófið tók ég hjá Guðráði Péturssyni, reyndar árið eftir.
Mér líkaði vinnan um borð í Má mjög vel þrátt fyrir að erfitt væri
að blóðga ufsann og úlnliðirnir loguðu alveg. En ég ætlaði ekki að
leggja sjóinn fyrir mig því vinnan á vélunum kallaði á mig."
Dekkin 2,5m á hæð
„Eftir að iðnskólanum lauk þá fór ég, sautján ára, að vinna á
jarðýtu föður míns við gerð vegarins fyrir Ólafsvíkurenni sem þá var
verið að gera. Þar unnum við nánast allan sólarhringinn um sumarið
á vöktum ég, pabbi og Ólafur Bjarnason. Það var ein fríhelgi sem
tekin var en það var 17. júní. Sú helgi var notuð til að skipta um
keðjur á jarðýtunni. Þannig fór nú sú helgi. í þessari vinnu vann
ég undir stjórn þeirra Hagvirkismanna, Jóhanns Bergþórssonar og
Svavars Ásgeirssonar en þeir voru með sín öflugu tæki m.a. stóru
trukkana. Ekki búkollurnar heldur trukkana sem svo voru kallaðir
en það voru mjög stórir bílar sem fluttu mikið. Sem dæmi þá voru
dekkin á þessum bílum um 2,5m á hæð. Ég man að Haddi frændi
var að gera við þessi dekk. Það var gaman að taka þátt í þessari
miklu samgöngubót hér á okkar svæði," segir Svanur er hann ræðir
um tilkomu vegarins fyrir Ólafsvíkurenni.
Notaðir bara í hallæri
En Svanur var ekki alveg hættur á sjónum og við starfsemi
tengt sjónum. „Vertíðina 1985 ræð ég mig á Jóa á Nesi með Pétri
Friðálfi Karlsyni en hann átti þá bátinn. Svo er það 1989, þá er ég
með Sigurði Jónssyni en hann átti þá Egil SH. Þessar vertíðar eru
báðar mjög minnisstæðar því á vertíðinni 1985 ferst Bervíkin og öll
áhöfnin og 1989 ferst Sæborgin og með henni skipstjórinn Magnús
Guðmundsson. Þetta voru mjög átakanleg slys og margir áttu um
sárt að binda. Á þessum árum var bærinn með allan snjómokstur
og því lítið að gera hjá okkurfeðgum. Við vorum aðallega að moka
fyrir fyrirtækin t.d. Hróa, Bakka og Stakkholt úr hjöllunum sem þau
öll voru með og eins líka að vinna fyrir einstaklinga. Það var gott að
Það gat líka farið svona þegar heysið kom á bryggjuna. Allt um koll!
Spurningar til sjómannskvenna
ISIafn og starf: Guðrún
Benediktsdóttir, aðstoðamaður
tannlæknis.
Hefur þú farið á sjó og á
hvaða bát? Já, var á báti sem
hét Sigurvon SH.
Varstu sjóveik? Nei.
Hlustar þú á óskalagaþátt
sjómanna? Nei.
Vildir þú fara í railý með
manninum þínum? Já, væri til
í það.
Hver ætti að keyra? Maðurinn minn.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Skandinaviskir
sakamálmyndaflokkar.
Ertu búin að sjá Mamma mia?
Nei .
Hvernig væri draumafrfið
þitt? Langar mjög að fara til
Thailands.
Hver er munurinn á báti og
skipi? Bátar eru minni en skip.
Ertu á facebook eða tvitter
og hvað áttu marga vini? Er á
facebook og á eitthvað um 180
vini þar.
Hver er uppáhaldsliturinn
þinn? Blár.
Gefur maðurinn þinn þér blóm á
konudaginn? Nei, ekkert endilega.
í hvað starfi væri maðurinn þinn ef hann
væri ekki sjómaður? Einhvers konar
iðnaðarmaður.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Á svo mörg
uppáhalds lög.
Hver er aðal kosturinn að eiga sjómann? Að
eiga góðan aðgang að fiski.
En ókosturinn? Ókosturinn er að hann er ekki
alltaf til staðar ef maður þarf á að halda vegna
útilegu.
Færðu koss frá bóndanum áður en hann fer
á sjóinn? Já, alltaf.
Mottóið er: Að vera alltaf ég sjálf.
65