Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 70

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 70
Fiskmarkaður Snæfellsbæjar opnaður Það er greinilega góður tími að bjóða til stofnunar nýs fyrirtækis eftir hádegi á gamlársdag en síðastliðinn gamlársdag buðu stofnendur Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar ehf íbúum bæjarins að koma og fagna með þeim opnun fyrirtækisins. Alls mættu um 400 manns þrátt fyrir að áramótin væru alveg að koma. Starfsemin er í gömlu húsakynnum Kaupfélagsins Dagsbrúnar og síðar Hólavalla hf. Þetta er þriðji fiskmarkaðurinn sem er stofnaður á Snæfellsnesi en sá fyrsti, Fiskmarkaður Snæfellsness, hóf starfsemi sína þann 8. nóvember 1991. Fjöldi manns var þar viðstaddur er fyrsta uppboðið fór fram og vakti þetta mikla athygli. Fiskseljendur voru ánægðir með útkomuna og töldu markaðinn mikið framfaraspor en hann var til húsa í húsnæði Hildar hf í Stakkholtshúsunum. Stofnendur markaðarins voru þeir Ágúst Sigurðsson kaupmaður, Þórður T. Stefánsson en hann varframkvæmdastjóri og Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir í Ólafsvík. Svo er það 8. janúar 1992 að Fiskmarkaður Breiðafjarðar opnar í húsakynnum Sigurðar Valdimarssonar á Norðurgarði. Fljótlega voru opnaðar starfstöðvar í Stykkishólmi, Grundarfirði og svo á Arnarstapa. Sjá umfjöllun í Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar frá 2010. Stofnendur Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar ehf voru í upphafi þrjár trilluútgerðir og fleiri hafa bæst við sagði Bárður Guðmundsson stjórnarformaður fyrirtækisins í ræðu við opnum markaðarins. Auk hans í stjórninni eru þeir Heiðar Magnússon, Sigurður Jónsson, Þorsteinn Bárðarson og Friðbjörn Ásbjörnsson en hann er jafnframt framkvæmdastjóri markaðarins. Friðbjörn sagði við opnunina að hann væri í hamingjukasti yfir góðum móttökum sem þeir fengu og þakklátur þeim sem komu til að samfagna. Hann var einnig ánægður með hve allir voru jákvæðir og hina góðu stemmingu sem hafði myndast með hinu nýja fyrirtæki. Bárður stjórnarformaður sagði að vel hafi tekist til við að útvega iðnaðarmenn í Snæfellsbæ og víðar á Snæfellsnesi til að til að breyta hinu virðulega húsnæði í það sem það er í dag. Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar var við opnun Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar og tók myndir og fylgja þær hér með og einnig óskar það fyrirtækinu góðs gengis í framtíðinni. Eins og sjá má komu margir bæjarbúar til að fagna hinu nýja fyrirtæki. Ljósm: Pétur Steinar. Stjórnarmenn og eigendur ánægðir með móttökurnar hjá bæjarbúum: Frá vinstri: Friðbjörn Ásbjörnsson, Heiðar Magnússon, Sigurður Jónsson, Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson. Ljósm: Pétur Steinar. Bárður Guðmundsson stjórnarformaður Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar ehf að skera fyrstu sneiðina úr flottu marsipantertunni sem var fyrir gesti: Ljósm: Pétur Steinar. Pétur Steinar Jóhannsson I miðið er Þórður Stefánsson en hann var framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Snæfellsness sem stofnaður var 1991. Með honum er Fríða Sveinsdóttir og Hjörleifur Guðmundsson en þau eru eigendur HG Geisla ehf í Ólafsvík.Ljósm: Pétur Steinar. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.