Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 14

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 14
Hermann Magnússon og Svanhildur Pálsdóttir. Ljósm: Pétur Steinar Lukkunnar pamfíll Hemmi fór í hjartaaðgerð fyrir nokkrum árum en er í dag stálsleginn og flottur og finnur ekkert til eftir hana. Það bar þannig til að Hermann sonur hans fékk hjartaáfall og þá vildi læknirinn að faðir hans léti „tékka" á sér. Hann gerði það og hann fór ekkert strax út því hann var settur í hjartaþræðingu en það gekk svo illa að hann var settur upp á hjartadeild og fór í aðgerð eftir viku undirbúning á spítalanum. Það kom í Ijós að fjórar æðar voru stíflaðar. Það sem hjálpaði til að sögn Hemma var að hann fékk aldrei hjartaáfall og það bjargaði öllu. Hann átti í þessum veikindum í þrjá mánuði og var kominn út á sjó eftir þann tíma. „Já, ég er greinilega lukkunnar pamfíll," segir Hemmi. einbýlishúsi sem þau byggðu 1968. Þau eiga fjögur börn; Hermann fæddur 1966, Páll fæddur 1970, síðan Jóhanna fædd 1972, sem reyndar er skírð í höfuðið á Jóa á Nesi og loks Hákon Þorri fæddur 1980. Þau eiga 7 barnabörn og allirvið góða heilsu segja þau bæði. Hemmi og Sanný giftu sig 30. desember 1968 í Ólafsvíkurkirkju og presturinn var sr Hreinn Hjartarson. Það er búið að vera gaman að sitja með þeim hjónum á fallegu heimili þeirra í Vallholtinu. Gaman að skoða myndir og fara yfir söguna og það helsta sem á dagana hefur drifið. Þau eru bæði jákvæð og drífandi og hafa skoðun á hlutunum. Hvað Hermann ætli að fara að gera segir hann aðspurður: „Aldrei að vita hvort maðurfari ekki bara í golfið," segir Hemmi að lokum. Ég vil svo óska þeim alls hins besta. Fari ekki bara í golfið Nú er komið að lokum viðtalsins við þau sómahjón Svanhildi Pálsdóttur og Hermann Magnússon. Þau búa í Vallholti 11 í góðu Viðtal: Pétur Steinar Jóhannsson Spurningar til sjómannskvenna Nafn og starf: Berglind Axelsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Hefur þú farið á sjó og á hvaða bát? Nei, ekki á fiskibáti. Hef farið með ferjum og minni bátum út í eyjar á Breiðafirði. Varstu sjóveik? Já, þegar það hefur verið slæmt veður. Hlustar þú á óskalagaþátt sjómanna? Er hann enn þá til? Hlustaði á hann í gamla daga. Man samt að óskalög sjúklinga voru í meira uppáhaldi hjá mér. Hvernig væri draumafríið þitt? Sigling í Karabíska. Hver er munurinn á báti og skipi? Það hefur með stærð að gera. Ertu á facebook eða tvitter og hvað áttu marga vini? Já, ég er á facebook og á 327 vini þar. Ég er líka á Twitter en er eingöngu þar inni til þess að fylgjast með menntaumræðum Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Á engan sérstakan Vildir þú fara í rallý með manninum þínum? Nei, ég er ekki mikið fyrir það. Hver ætti að keyra: Það er spurning þar sem ég er mjög stjórnsöm. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Kiljan. Ertu búin að sjá Mamma mia? Ég fer á uppstigningardag þann 5. maí. uppáhaldslit. Gefur maðurinn þinn þér blóm á konudaginn? Hann er í Lions þannig að hann gefur mér oft blómin sem þeir selja. Hef samt sagt honum að mig langi ekkert í þau því þau eru svo Ijót. Ég sé því oftast um að kaupa blómin og eru túlípanar í uppáhaldi. I hvað starfi væri maðurinn þinn ef hann væri ekki sjómaður? Eitthvað sem tengist sjónum. Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég á ekkert sérstakt uppáhaldslag. Hlusta bara á það sem er í gangi hverju sinni. Hver er aðal kosturinn að eiga sjómann? Ég held að það sé ekki hægt að segja að það séu margir kostir. Þetta er náttúrulega hættulegt starf og mikil fjarvera. En þetta er lífsviðurværi og maður lærir að lifa með því. Svo er náttúrulega alltaf mjög gaman þegar hann kemur heim eftir langan tíma. En ókosturinn? Þegar hann missir af einhverju sem er í gangi í fjölskyldunni. Færðu koss frá bóndanum áður en hann fer á sjóinn: Já, auðvitað. Mottóið er: Að lifa lífinu eins vel og ég get og ekki gleyma að njóta þess. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.