Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 20

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 20
Það þótti vel þurrkað þegar síldin snéri upp kviðnum. Það gat verið streð að þurrka stórt kast þegar síldin lagðist í pokan. Þá var beitt ýmsum brögðum t.d. var skutlað niður gerfifiski eða diskum úr eldhúsinu til að fæla síldina upp. verið var með nótabátinn þurfti oft að leita vars eða hafnar þar sem ekki var hægt að stunda veiðar þó ekki væri nema kaldaskítur. Það var því oft þröngt á þingi sérstaklega á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði og mikið fjör. Troðfullt á öllum dansleikjum. Eitt sinn 1L 'j Verið að draga inn nótina. Bræðurnir Ríkarð og Jón fremstir að kijást við blýteininn. Takið eftir hvernig síðuslefarinn er festur í bátinn. lentum við á balli í Grímsey þegar við lágum þar í vari og var það sérstök upplifun. Á verslunarmannahelgi fórum við á útihátíð uppá Hérað. Að sjálfsögðu höfðum við ekki tjöld eða annan útilegubúnað en það kom ekki að sök. Frítt inn fyrir dömur Úthaldinu lauk svo með því að haldinn var dansleikur á Uppsölum á ísafirði með hljómsveit Villa Valla og hann var auglýstur þannig að frítt væri inn fyrir dömur. Þetta var fyrsta árið mitt á síldveiðum en þau áttu eftir að vera mörg eða þar til norsk-íslenski stofnin hrundi. Þá var engin síld eftir við ísland nema sumargotssíldin sem hélt sig þá við suðurströndina í bágbornu ástandi vegna ofveiði. Flest þessi síldarár var ég stýrimaður á Valafelli SH 157 og síðar á Valafelli II með Jónasi Guðmundssyni skipstjóra. Á þessum bátum með Jónasi var oft hlaðið vel. Svo að lokum kær kveðja að vestan. Björn Jónsson. Spurningar til sjómannskvenna Nafn og starf: Ingibjörg Kristín Kristjánsdóttir, útgerðarkona. Hefur þú farið á sjó og á hvaða bát? Já, tók tvær grásleppuvertíðar með pabba mínum á Hafdísi SH 284 og einnig einn línuróður með eiginmanni mínum á Kristni SH 112 sem var þá lengdur SKEL 26. Varstu sjóveik? Já, tók sjóveikitöflur í hvert skipti sem haldið var á sjó á þessu tímabili, sofnaði svo sitjandi úti á dekki á milli bauja. Hlustar þú á óskalagaþátt sjómanna? Nei. Vildir þú fara í rallý með manninum þínum? Nei, ég óttast allan hraða. Hver ætti að keyra? Ég, því þá gæti ég stjórnað hraðanum sjálf, er nokkuð viss um að það myndi samt ekki flokkast undir rallý þá, híhíhí. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Ófærð, er einnig „Nörri" fyrir Jimmy Fallon þáttunum. Ertu búin að sjá Mamma mia? Ekki í Borgarleikhúsinu en myndina, já. Hvernig væri draumafríið þitt? Túristi í New York, hef ekki enn náð að "skjótast" þangað og svo væri toppurinn að komast á Coldplay tónleika í leiðinni. Hver er munurinn á báti og skipi? Ég myndi segja að skip væru yfir 200 tonnin, bátar undir því. Finnst það bara nokkuð nærri lagi. Ertu á facebook eða tvitter og hvað áttu marga vini? Facebook, á 395 vini. Fæ samt aldrei svona margar afmæliskveðjur, hvað er það? Spurning um að fara að taka til á vinalistanum, tíhíhí. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Bleikur. Gefur maðurinn þinn þér blóm á konudaginn? Alltaf. I hvað starfi væri maðurinn þinn ef hann væri ekki sjómaður? Hann væri pottþétt búinn að stofna eitthvað hjólreiðafyrirtæki tengt ferðaþjónustu. Hvert er uppáhalds lagið þitt? Fix you með Coldplay, verðuralltaf klassalag í mínum huga. Hver er aðal kosturinn að eiga sjómann? Fæ fisk í soðið, góðar tekjur og brælufrí sem eru kærkomin „fjöllunni". En ókosturinn? Mikil fjarvera, extra langir vinnudagar, kemur seint heim á kvöldin og þar af leiðandi situr hann ekki við kvöldverðarborðið þegar það á einmitt að vera sá tími sem allireru heima. Bendi á svarið mitt hérfyrirofan - Brælufrí eru kærkomin :) Færðu koss frá bóndanum áður en hann fer á sjóinn? Alltaf. Mottóið er: Vandamálin eru til að leysa þau. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.