Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 40
Loftskeytatækin í Guðsteini/TFCG. Mynd Egill Þórðarson.
reglubundnar fiskifréttir á milli togara í „kódafélaginu". Að auki var
lítill talsendir á rafgeymum fyrir bátabylgjuna, eins og sá sem Birgir
Óskarsson notaði um borð í togaranum Elliða þegar hann var að
sökkva sunnarlega á Flákanum í febrúar 1962.
Kódafélagið
Skipstjórar togaranna höfðu með sér kódafélag, þar sem þeir
skiptust á fiskifréttum fimm sinnum á sólarhring, kl. 07:30, 11:30,
15:30, 18:30 og 23:30 og tók hver kódatími svona hálftíma með
öllu, þ.e. upplýsingum frá skipstjóra, kóðun, fjarskiptum, afkóðun
og frágangi skeytanna. Þar var gerð grein fyrir hverju holi, hve mikið
var í, hvort var rifið eða slitið og að auki staðsetningu kl. 11:30 og
heildarafla um borð kl. 23:30. Allt var þetta á dulmáli sem skráð
var í dulmálslykil eða kódabók sem geymd var í læstri skúffu hjá
lofskeytamanninum. Dulmálið var í fimm bókstafa kódaorðum og
skipt um það með reglulegu millibili. Skeytasendingarnar fóru fram
á morsi og var sent blint sem kallað var, þ.e. að skip sem lengst
hafði verið úti byrjaði á því að kalla á alla hina með t.d. CF CF
CF DE TFKT TFKT TFKT (Júní), svo sendi hann sitt skeyti tvisvar,
þá kom sá sem hafði verið næst lengst úti, og sendi t.d. TFFIC
TFFIC TFFIC (Karlsefni) og sendi sitt skeyti tvisvar, þannig svo koll af
kolli. Ef skip var að koma úr höfn kom það aftast í röðina og sendi
löndunartölur sínar.
Taiyo veðurkortamóttakarinn. Þarna er verið að taka fréttaskeyti til japanskra skipa sem Kyodo
fréttastofan sendi í gegn um stuttbylgjusendi hjá Lissabonradio einu sinni á dag. Mynd Egill
Þórðarson.
38
Þá byrjaði bátabylgjan að öskra
Þegar skip hafði lokið veiðum bætti það MEN (Mæti Ekki Næst)
aftan við skeytið sitt. Stundum kom fyrir að við töldum að skip væri
hætt veiðum þó það héldi áfram að mæta á tímanum og senda
fiskifréttir. Þá vaknaði grunur um að logið hafi verið til um afla,
sérstaklega ef hann hafði verið einskipa einhversstaðar. Þá gat
verið að hann væri að „fiska" upp í væntanlega löndunartölu. Þá
heyrðist stundum sagt: „Jæja, hann var bara að fiska alveg niður í
Norðursjó" eða "hann sendi MEN við 6-baujuna". Ef menn heyrðu
illa í einhverju skipi og vantaði eitthvað inn í, var kallað á skip sem
heyrðist vel í, eftir að allir voru búinir að senda og hann beðinn um
endurtekningu. Það gat verið mikið um slíkt í útsynningi á veturna
fyrir vestan. Þá heyrðum við fyrst í éljunum á langbylgjunni 500 kFHz,
svo þegar élið kom nær byrjaði bátabylgjan 2182 að öskra, þá datt
Loraninn út og loks demdist élið sjálft yfir. Þetta hafði líka áhrif á
stuttbylgjuna og þá gátu kódatímarnir oft orðið svolítið tafsamir.
Fiskifréttirnar voru vélritaðar niður á blað, kódablaðið, er svo var
fært skipstjóranum sem beið spenntur eftir fréttunum. Flann setti
svo blaðið í klemmu sem hékk yfir kortaborðinu þar sem maður
gekk að því fyrir næsta kódatíma. Á heimleiðinni settu skipstjórarnir
blöðin í möppu og geymdu inni hjá sér, oft marga árganga. Ég
varð var við það að skipstjórarnir höfðu verið að lesa kódablöðin
í kojunni áður en þeir komu upp á morgnana. Því þá var óspart
vitnað í að fiskiríið hafi verið svona og svona á þessum tíma eða
hinum á einhverri ákveðinni bleiðu eða slóð.
Guðsteinn/TFCG GK-140. Mynd Snorri Snorrason.
Guðsteinn/TFCG
Loftskeytamennirnir á togurunum skiptu með sér „bátavaktinni"
sem kallað var og það hélst fram um 1970. Þ.e. að það var alltaf
einn loftskeytamaður vakandi alla nóttina og hlustaði á 2182 kFTz
og vinnubylgjur bátanna ef einhver bátur skyldi lenda í vandræðum
eða neyð, því fæstar litlu strandarstöðvarnar voru með vakt allan
sólarhringinn. - Skyldu margir bátaformenn hafa vitað af þessu?
Árin 1972-74 komu margir pólsku togaranna til landsins eins og
Guðsteinn/TFCG sem síðar varð Akureyrin. Ég fékk pláss á þessu
skipi 1975 og það var með bestu tækjum sem þá voru á markaðnum
til úthafsfjarskipta; Nera aðalsendi og Nera aðalmóttakara
ásamt Nera neyðarsendi á langbylgju morsi og tveim einfaldari
varamóttökurum. Þarvareinnig veðurkortamóttakari. Risatankskipið
Robert Mærsk sem var 293.000 tonn, og ég munstraði á í júní 1977
vart.d. með sambærileg M.P.Pedersen tæki en fábreyttari.
Hlustuöum sjaldan á veðrið
Föstu liðirnir yfir daginn hjá mér á Guðsteini/TFCG voru: Kl.
07:30 kódatími, svo skroppið í morgunmat. 08:45 veðurathugun og
sending veðurskeytis. 09:30
móttaka veðurkorts með spá fyrir næsta sólarhring, 10:30