Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 18

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 18
Síldveiðar á Víkingi ÍS106 eftir Björn Jónsson Það var í maí 1958 að ég kom heim til Bíldudals að lokinni vertíð í Grindavík. Þá bauðst mér pláss á bát frá Bolungarvík sem hét Víkingur ÍS 106 og var gerður út af Einari Guðfinnssyni þeim kunna útgerðar- og athafnarmanni á síðustu öld. Þessi bátur var sextíu og sex tonn að stærð, einn af svokölluðum Landssmiðjubátum af stærri gerðinni byggður á Akranesi 1947. Báturinn var í fínu standi en tækjabúnaður þætti fátæklegur nú til dags og örugglega ekki boðlegur. Enginn ratsjá, einn Simrad dýptarmælir og á honum var einnig útfærsla fyrir handstýrt ófullkomið astik sem hægt var að leita með 90 gráður í borð og svo var handstýrð Petersen miðunarstöð en kompásinn var nýr af bestu gerð. Lærist strax Skipstjóri þetta sumar var hinn kunni aflamaður Jón Magnússon frá Patreksfirði þá ungur að árum. Á meðal háseta var bróðir hans Ríkharður Magnússon síðar skipstjóri í Ólafsvík. Fyrsti vélstjóri var Gísli Gíslason sem lengi var vélstjóri á Gufuskálum. Allir um borð voru ungir og hressir strákar og sumarið var ákaflega skemmtilegt. Flestir í áhöfninni voru Vestfirðingar nema kokkurinn sem var háskólanemi frá Reykjavík. Fljótlega vitnaðist að kokkurinn hafði aldrei nálægt eldamennsku komið. Ekki kom þetta að sök meðan dvalið var á ísafirði en þar var báturinn þegar við komum um borð og borðað var á matsölustað þann tíma. Við tókum eftir því að kokkurinn var með stóra matreiðslubók sem hann var að gjóa í og sáum við að hann hafði skrifað einnig í bókina. Ákveðið var að kanna hvað hann skrifaði þegar hann sá ekki til. Þar sáum við meðal annars fyrirsögnina„hvernig sjóða skal kartöflur". Þar hafði hann skrifað við:„lærist strax." Ekki fannst okkur þetta lofa góðu og sáum fyrir okkur að verða lítið annað en skinn og bein að loknu sumri. En allt fór þetta vel því kokksi reyndist góður á bókina eins og vænta mátti af háskólamanni og matreiddi af list eftir bókinni og bakaði kökur og kruðerí þegar kom fram á sumrið. Einnig reyndist hann Flott mynd á bassaskýlið Eins og áður sagði lá báturinn á ísafirði og unnið var við að útbúa hann fyrir veiðarnar sem meðal annars fólst í því að mála uppstillinguna á þilfarinu sem voru æði margar fjalir enda stór hluti aflans á þilfari á þessum bátum. Allt var málað með grænu stjórnborðsmegin en rauðu bakborðsmeginn og skipt miðskips. Hver stía var númeruð með hvítum tölustöfum, nr 1 fremst og síðan aftureftir upp í 11. Að lokum var málað stórt V yfir öll borðin til að auðvelda uppstillingu að lokinni löndun og passaði þá hvert borð á sínum stað. í bókabúðinni á fsafirði komustum við yfir forláta litmynd úr hertum pappa og ákveðið var að láta hana framan á bassaskýlið á stýrishúsinu. Við lökkuðum myndina með glæru lakki svo að hún skemmdist ekki. Myndin vakti athygli í flotanum og einnig í höfnum þar sem við lönduðum. Síðan var haldið til Bolungarvíkur til að ná í síldarnótina, nótabátinn og fleira. Á þessum tíma voru allir með nótabáta og nótin dregin á höndum. Stóru bátarnir voru með tvo nótabáta (snurpubáta) en þeir minni með einn bát(hringnótabát). Sjóferðabókin kom sér vel Einar útgerðarmaður var ekki hrifinn af myndinni á bassaskýlinu, líklega talið þetta gárungahátt og ekki fiskilegt en lét þó gott heita. Hann spurði mig hvortég ætti sjóferðabók. Ég sagði nei við því. „Þá kemur þú með mér til hreppstjórans og færð sjóferðabók því það getur komið sér vel síðar." Þetta reyndist rétt þegar ég fór seinna í Stýrimannaskólann og hafði þá staðfestingu á minni sjómennsku í bókinni en þá þurftu menn að hafa verið minnst tvö ár til sjós til að komast inn í skólann. Síldveiðarnar hófust í Reykjafjarðarálnum og var þar eflaust um að ræða svokallaða vorgotssíld sem gekk norður fyrir land í ætisleit snemma sumars að lokinni hrygningu og gekk síðan til baka á haustin. Þessum stofni var síðan útrýmt með ofveiði á vetrarsíldveiðum á árunum eftir 1960 eins og vitað er. Sagt var að þessi stofn sameinaðist norsk-íslenska síldarstofninum fyrir norðan á sumrin en ekki veit ég hvort það sé rétt. Síðan var veitt fyrir fyrir Norðurlandi og loks út af Austfjörðum þegar leið á sumarið. Við lönduðum á Siglufirði þegar veitt var fyrir norðan og einu sinni á Skagaströnd. Þetta sumarvarekki mikil síldveiði hjá flotanum enda tæknin við að ná síld sem ekki sást á yfirborðinu rétt að hefjast, tæki frumstæð og lítið um vaðandi síld. Víkingur ÍS 106. Takið eftir seglabúnaðinm, uppvafin fokka og messi sem var skylda í þá daga. Upp til að pissa Okkur gekk þó bærilega miðað við aðra. Sérstaklega eru mér minnisstæð tvö skipti sem við fengum síld. í fyrra skiptið var bræla á miðunum og stór hluti flotans lá fyrir akkerum í vari norðan við Skagaströnd því áttin var austlæg. Verið var að spila í lúkarnum og þá þurfti einn að bregða sér upp til að pissa. Þegar hann stóð á hágrindinni og sprændi í hafið tók hann eftir því að síldartorfa kraumaði skammt frá síðunni. Það þóttu bestu torfurnar þegar þær komu upp líkt og kraumar í grautarpotti. Hann kallaði niður að það væri vaðandi síld við síðuna. Honum var ekki trúað í fyrstu en þó frábær látbragðsleikari og skemmti okkur oft. 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.