Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 54
í Ólafsvílc
eftir Gunnar Björgvin Jónsson frá Sjávarborg
Þetta Ijóð sem hér birtist er úr Ijóðabók
sem heitir Brimberg og hún kom út árið 1967.
Ljóðabókin er eftir Gunnar Björgvin Jónsson frá
Sjávarborg en hann bjó i Ólafsvík árin frá 1963 til
1967. Mörg góð Ijóð eru í bókinni en Ijóðið sem
heitir í Ólafsvík birtist hér.
Fyrir rúmu fjóru og hálfu ári
fluttist ég í þessa litlu vík.
Hef ei síðan fórnað tregatári,
tjóni firrtur hér í Ólafsvík.
Að engu er hér ástæðu að finna,
og undarlegt, hve fólkið er mér kært.
Hér eru hendur vanar því að vinna.
Menn vita líka, að það er tímabært.
Hér reyna menn að gera að gamni sínu,
þótt gangi misjafnt þeirra mannlífs ferð,
af feginleik ég fagna í hjarta mínu
hve fólkið er hér laust við sundurgerð.
Hér bjarmar ennþá yfir gömlum glóðum,
hvar ganga mátti beint um Vítishlið.
Við erum hér á ferð á fornum slóðum,
og finnum gömul spor um tunglskinið.
Frá sænum berast blik af öldufaldi,
er bátur róinn sækir mat á disk,
þá opnast sýnum eins og mynd á tjaldi
vort ævilanga stríð við djúpsins fisk.
Er flæmir mig á burt sá firnakraftur,
er feigð og dauða loks að höndum ber,
ég stefni þá til Ólafsvíkur aftur,
ef almáttugur guð vill sleppa mér.
Spurningar til sjómannskvenna
Nafn og starf Rán Kristinsdóttir,
snyrtifræðingur.
Hefur þú farið á sjó og á
hvaða bát? Já, ég hef oft farið
á sjó en oftasttil gamans. Ég
hef farið á mínum báti Rán SH
307.
Varstu sjóveik? Já, ég finn
yfirleitt fyrir sjóveiki.
Hlustar þú á óskalagaþátt
sjómanna? Nei, það geri ég
ekki en á það kannski bara eftir.
Vildir þú fara í rallý með
manninum þínum? Já, ég væri alveg til í að
prófa það á alvöru bíl og öllu tilheyrandi.
Hver ætti að keyra? Ég mundi vilja keyra sjálf.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Horfi nú ekki
mikið á sjónvarp en ég held ég mundi segja
The Voice.
Ertu búin að sjá Mamma mia?
Nei, ég ekki búin að sjá það en
ætla að fara með fjölskyldunni
í haust.
Hvernig væri draumafrfið
þitt? Langar að gera svo
margt. Þar sem ég er nú ekki
mikið kyrr þá væri æði að fara
í hljólaferð eða gönguferð í
útlöndum með fjöldkyldunni.
Eða rómó ferð með
eiginmanninum.
Hver er munurinn á báti og
skipi? Bátur er lítill og skip er
stórt.
Ertu á facebook eða tvitter og hvað áttu
marga vini? Ég er bara á facebook. Ég á 628
vini í dag.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Þessi er
erfið þar sem ég er mikil matmanneskja. Ef
ég á að nefna eitthvað eitt þá er rjúpa í mjög
miklu uppáhaldi.
Gefur maðurinn þinn þér blóm á
konudaginn? Já, hann gerir alltaf eitthvað
fallegt fyrir mig á konudaginn og marga aðra
daga.
I hvað starfi væri maðurinn þinn ef hann
væri ekki sjómaður? Hann mundi vera að
bralla eitthvað í sínu eigin fyrirtæki.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég á svo sem
ekkert eitt uppáhalds það eru svo mörg góð til.
Hver er aðal kosturinn að eiga sjómann?
Fríin sem koma inn á milli.
En ókosturinn? Fjarveran á haustin.
Færðu koss frá bóndanum áður en hann
fer á sjóinn? Já, ég fæ alltaf nokkra kossa frá
honum áður en hann fer á sjóinn.
Mottóið er: Er að hugsa jákvætt þá er allt svo
miklu léttara og skemmtilegra.
52