Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 83

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 83
Sr. Magnús gerði við Einnig kom Viðar Gunnarsson til leiks en við vorum leikfélagar í æsku. í minningunni byrjaði þetta með bílaleik en ég kom með batterísdrifinn steypubíl sem ég átti og upphófst þá mikil hávaðaframleiðsla en við vorum oft heima hjá sr Magnúsi og frú Rósu á Ennisbrautinni. Þegar við vorum að leika okkur þá gaf frú Rósa okkur alltaf góðar kökur og mjólk. Svo eitt sinn tók bíllinn minn að ganga eitthvað skrikkjótt og tók þá sr Magnús hann að sér og lagfærði allan svo að hann var gangfær á eftir. Mikið dáði ég hann fyrirþetta og við sátum sinn hvoru megin við hann meðan á viðgerð stóð. Ég held að mamma hafi þó verið fegin að fá mig þurran heim í þetta skipti. Fyrrum leikfélagarnir góðu, Viðar Gunnarsson og Guðmundur Einarsson. Lyklarnir að húsinu gleymdust Þar kom að því að pabbi áræddi að hafa mig með sér á ýmsa staði tengda sínu starfi m.a. upp að stíflu og inn í rafstöð. Dag einn sátum við heima og vorum að borða þegar Ijósið fór skyndilega að dofna. Þá var rokið af stað og beint upp að stíflu en í látunum gleymdust lyklarnir að húsinu. í Ijós kom að óhreinindi voru komin á ristina. Pabbi tók til við að reyna að losa úr rúðu en ég stökk niður í inntakið og kafaði og tókst að opna hurðina þegar ég kom upp aftur. Pabbi réðst strax á verkefnið og var nærri búinn að hrinda mér ofan i aftur. Þorgils var snillingur Á sumrin var öllu hleypt úr lóninu og botninn hreinsaður með jarðýtu og svo var hleypt á aftur. Oft var Þorgils Björnsson fenginn til þess en hann var snillingur á jarðýtuna. Allt var þetta gert með botnloku sem var lyft upp og látin síga eftir atvikum. Þegar vatnspípan var fyllt á ný kom mikið loft sem þurfti út. Kom ég mér þá fyrir við sérstakt op og heyrðust miklar sprengingar og gusaðist einnig vatn. Ég skorðaði mig vel af í gallanum góða þó án þess að blotna! Á veturna þurfti að brjóta ísinn af lóninu og botnlúgunni þá lyft smávegis þar til mynduðust ísflekar og menn sendir út á ísinn til að reyna að stjórna rekinu. í eitt skiptið kallaði maður á hjálp og taldi sig í hremmingum. Hann barst frekar hratt að inntakshúsinu en þar voru menn þá mættir með hendur útréttar og gripu manninn sem tókst að skutla sér rétt áður en flekinn hvarf. Maðurinn var svo borinn inn og síðan keyrður heim. Ég held ekki Pabbi minn var mikill tilfinningavera og tók upp hjá sjálfum sér að liðsinna fólki þar sem erfitt var í heimili en hann hafði upplifað það sjálfur en brotist upp úr því. Hann lokaði aldrei (svo ég viti) fyrir rafmagn hjá fólki heldur greiddi einstaka reikning fyrirfólk, allavega sendi hann mig stundum í hús þegar fólk borgaði. Skyldi þetta vera gert í dag? Ég held ekki. Sendi svo öllum íbúum Snæfellsbæjar kveðju í tilefni sjómannadagsins. Valdimar Elíasson 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.