Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 92

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 92
Vinnustaðurinn minn - Norðursjór Eftir Lúðvík Rúnarsson Klár á næturvakt um borð í Olympic Commander, Norskt „supply" skip þar sem fyrsti stýrimaður er íslendingur. Var um borð í tvær vikur. Aftur á skólabekk Ég tók þá ákvörðun um að setjast aftur á skólabekk og taka vélstjórann í Aarhus Maskinmesterskole. Það hentaði vel að við hjónin færum bæði í nám og Heiða fór í almennt nám og endaði svo sem modelkonstruktor frá VIA Design Herning. Hótelskipið Wind Ambition sem dvalið er á þegar unnið er við vindmyllurnar. Offshore Ég útskrifast svo sem maskinmester í júní 2014. Hugmyndin var að reyna að fá vinnu á olíuborpalli og hófst þá leitin. Illa gekk að komast að í olíubransanum, nýútskrifaður og með enga reynslu. Eftir nokkra mánaða leit féll olíuverð á heimsmarkaði og þar með var útilokað að fá vinnu í olíuiðnaðinum. Þar sem Danmörk er verulega framarlega í raforkuframleiðslu með vindmyllum var kannski nærtækast að kanna þann iðnað og fannst mér offshore vera mest spennandi, þar sem vindmyllurnar eru reistar á hafi úti. Frá einni myllu 4300 heimili I febrúar 2015 komst ég loks í samband við fyrirtæki sem sérhæfir sig í háspennuhluta vindmyllanna, þ.e.a.s að tengja háspennukapla myllunnar við sjókaplana og einnig þarf að viðhalda þessum búnaði, spennustöðvum og fleira. Þarsem svona mikið magn af orku erflutt í gegnum kapla þarf allt að vera hundrað prósent, ef ekki, þá getur búnaðurinn brunnið. Á þessu rúmlega eina ári hef ég komið við á fjórum stórum vindmyllugörðum, bæði við að tengja og einnig hef ég verið í viðgerðum/retrofit á spennustöðvum fyrir 6MW Siemens myllur. Þessar myllur eru staðsettar undan ströndum Englands og eru 35 talsins. Til að gera sér grein fyrir stærð myllanna getur ein svona mylla séð um það bil 4.300 heimilum fyrir raforku í Englandi. Við hjónin ákváðum að flytja frá íslandi til Danmerkur og tókum stefnuna á Aarhus 18. febrúar 2002 með dætur okkar tvær Klöru og Heklu. Ég fékk vinnu í apríl sama ár sem flutningabílstjóri, auðvitað við eitthvað sem ég þekkti til. Starfið fólst íað keyra vinnuvélar og ýmsan búnað til byggingarsvæða á Fjóni og Jótlandi. Einnig vann ég á verkstæði verktakans þegar ekki var vinna fyrir bílinn og fólst sú vinna aðailega í viðgerðum og viðhaldi á flutningatækjum verktakans. Stelpurnar okkar fóru í leikskóla og skóla og Heiða ákvað að læra Tandklinikassistent og útskrifaðist úr því námi 2006. Árið 2005 sótti ég um starf á vinnuvélaverkstæði í heimabæ okkar í norðurhluta Aarhus. Þetta fyrirtæki seldi bæði nýjar og notaðar vinnuvélar og sá einnig um viðhald og viðgerðir á öllu sem hugsast getur innan verktakabransans. Góð ráð dýr Eftir þriggja mánaða vinnu þar, var mér boðinn samningur um að byrja nám í bransanum þ.e.a.s. sveinsbréf í vinnuvélavélvirkjun (Entreprenormaskinmekaniker) sem ég og þáði. Árið 2009 kláraði ég samninginn og var orðinn vélvirki. Eins og flestir muna var 2009 ekki árið sem allir voru að framkvæma og ekki var mikið líf í þessum geira. Ég var þó við þessa vinnu þar til í janúar 2011. Ekki leit vel út með áframhaldandi vinnu þetta árið hjá fyrirtækinu þannig að nú voru góð ráð dýr. Þess má til gamans geta að á svipuðum slóðum og við, bjó Birgir Örn Birgisson æskufélagi minn. Við höfðum ekki verið í miklum samskiptum undanfarin ár, en aðstæður leiddu nú til endurupptöku vinskapar okkar. Birgir og Telma voru bæði að bæta við sig námi eins og við Heiða þannig að við vorum svolítið í sömu sporum. Gluggaþvottamenn Við Heiða vorum búin að bæta við þriðja barninu og fólk í námi með börn hefur alltaf not fyrir auka pening. Það varð úr að ég og Birgir byrjuðum að vinna sem gluggaþvottamenn, ein besta vinna með námi sem hugsast getur, maður ræður algjörlega vinnutíma og kúnnafjölda sjálfur. Þar sem margir í Danmörku láta aðra um að þvo gluggana fyrirsig gengu viðskiptin glimrandi, alltaf nóg að gera og þurfti ég meira að segja oft að neita nýjum kúnnum um reglulegan gluggaþvott vegna anna í námi. 90

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.