Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 68

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 68
vera með Sigga Jóns því hann var alltaf snemma í landi og ég gat því mokað snjó fram á kvöld ef það þurfti. Bærinn notaði okkur bara í hallæri," segir Svanur en þetta átti eftir að breytast. Löndunarþjónustan boðin út Það er svo þegar Fiskmarkaður Snæfellsness hefur starfsemi að þá kemur nýtt atvinnutækifæri til sögunnar og reyndar fyrr. „Við fórum að nota lyftara við löndun úr bátunum en þá voru allir komnir með körtil að landa úrbátunum en málin sem allirhöfðu notað voru lögð til hliðar. Við keyrðum körin á bryggjuna og fiskinum var raðað í þau og þau svo hífð upp og sett á vörubílinn. Svo kom að því að þessi vinna við löndun úr bátunum var boðin út af mörkuðunum báðum en þá var Fiskmarkaður Breiðafjarðar tekinn til starfa líka. Það bauð engin í þetta svo að við sögðum við forsvarsmenn markaðanna að við tækjum þetta að okkurfyrir eina krónu á kíló og því var tekið. Það voru svo sem ekkert allir ánægðir með þetta t.d. vörubílstjórarnir voru í einhverri fýlu við okkur," segir Svanur. Landað úr 126 bátun Þeir feðgar keyptu sér lyftara og lítinn vörubíl og sáu um þetta á þeim. Þeir gerðu meira til að þjónusta útgerðina. Til dæmis fóru þeir að keyra bjóðum fyrir línubátana á bryggjuna og hífa þau um borð og einnig að fara með netin í bátana. Fyrsti báturinn sem nýtti sér löndunarþjónustuna var Firönn, sem Bakki átti, en Ríkarð Myndin er tekin nú í maí er fjölskyldan tók á móti nýrri og tæknilegri vinnuvél. Frá vinstri er Stefán Þór, Lára Margrét Pálsdóttir, Svanur, Páll Gunnar og Tómas Sigurðsson. Pess má geta að Tómas er búin að eiga trillu frá því að hann var sextán ára og alls fjórar. í dag á hann trillu sem heitir Hvalsá SH. Ljósm: Pétur Steinar. Magnússon var skipstjóri á þeim bát á þessum tíma. Þeir lönduðu líka úr trillunum og eitt sinn lönduðu þeir úr 126 bátum eftir 1. maí eitt árið. Þá settu trillurnar fiskinn á bryggjuna í körum og merktu þau en þeir feðgar máttu ekki vinna þennan dag samkvæmt einhverjum samningum. Svo kom að þeir hættu og aðrir tóku við og að lokum sáu markaðirnir sjálfir um þessi verk. Þrír ættliðir að störfum Það er búið að vera mjög gaman að ræða við Svan um sjómennsku hans og fleiri störf. Sjómennskan var ekki löng en hún var áhugaverð. Svo er sagan um löndunina líka góður punktur í atvinnusögunni sem flestir ættu muna sem eldri eru. Þótt sjómennska hans sé stutt þá er nær öll hans vinna á gröfunni og þeim tækjum sem hann hefur unnið á svo nátengt sjómennskunni eins og gefur að skilja í okkar bæjarfélagi. Og það er leitun að eins nákvæmum og góðum vinnubrögðum og útsjónarsemi sem hann sýnir við störfin og allir vilja fá hann og þá feðga í vinnu og synir hans tveir eru komnir í dæmið líka og því ættliðirnir orðnir þrír. Svanur er lykilmaður í bæjarfélaginu, en hann er líka slökkviliðsstjóri yfir öflugri sveit velþjálfaðra manna. Svanur er í sambúð með Láru Margréti Pálsdóttur og eiga þau tvo syni þá Stefán Þór og Pál Gunnar. Viðtal: Pétur Steinar Jóhannsson Löndun úr Jóa á Nesi og Svanur stendur við lúguna. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.