Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 9

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 9
Lukkunnar pamfíll Segir Hermann Magnússon sjómaður í Ólafsvík Já, þetta er orðið gott hjá mér. Ég ætla að hætta á sjó í sumar, ég er við hestaheilsu og ætla bara að fara að leika mér. Ég ætla ekki að láta bera mig í land á börum," segir Hermann Magnússon sjómaður í Ólafsvík hress í bragði er ég spyr hann fyrst hvað hann ætli að vera lengi á sjónum. Hann er elsti sjómaðurinn a.m.k. á stærri bátunum í Snæfellsbæ en hann er á dragnótarbátnum Gunnari Bjarnasyni SH. „Já, ég er innfæddur Ólsari fæddur 1946 að Ólafsbraut 30 og er fjórði elstur af níu systkinum. Foreldrar mínir voru þau Magnús Kristjánsson sjómaður og Arnbjörg Hermannsdóttir húsmóðir. Þau byggðu Ólafsbraut 30 árið 1946 ásamt fleirum," segir Hemmi eins og hann er alltaf kallaður er hann fer yfir byrjunina. Svanhildur Pálsdóttir eiginkona hans tók líka þátt í spjallinu en ég hitti þau hjón rétt fyrir páskana og höfðu þau frá mörgu merkilegu að segja. „Ólafsbraut 30 þar sem fjölskyldan bjó skiptist í stofu, herbergi og annað lítið herbergi, eldhús og bað. Já, kojurnar voru uppá þrjár hæðir en mér fannst aldrei verulega þröngt en við erum níu systkinin. Svo bættist náttúrulega alltaf hópur við í húsið er vinir okkar komu í heimsókn. Sá fyrsti af okkur krökkunum sem fór að heiman var Gylfi er hann fór á Laugarvatn í skóla og seinna fóru svo stelpurnar þær Björg og Elísabet en þær eru fæddar 1943 og 1944". Foreldrar Hemma voru með um 30 kindur og eina kú og talsvert af hænum til að nota til heimilisins eins og talsvert var um á þessum árum í Ólafsvík. Magnús var með fjárhús inni á Klifi eða rétt fyrir innan þar sem Pétur og Lovísa eiga heima núna. Það var meðal annars hlutverk Hemma og krakkanna að sjá um búskapinn er þau höfu aldur til. Hemmi segir að honum hafi þótt langt frá Ólafsbrautinni og þangað inneftir þegar verið var að gefa og brynna en talsverður spotti var eftir vatni sem sækja varð í olíufötum í uppsprettu og setja í tunnur við fjárhúsin. Sr. Magnús stjórnaði öllu „Pabbi var með tún sem hann heyjaði á og það var fyrir innan verkstæðið hans Jónasar Kristóferssonar. Árni í Fagurhól var með traktor og sló fyrir marga og svo var hann með vagn sem hann flutti heyið á heim. Pabbi var með túnskika inni á Fróðá sem hann leigði af Kristjáni á Stöðinni og þá var legið úti er heyjað var þar. Seinna Mynd frá sjómannadeginum. Fyrir aftan þá Magnús Kristjánsson og afabarnið Hermann yngri sést í Kjartan Þorsteinsson, Jóa Lúter og Júlíus Kjartansson. Brúðkaupsmyndin. Svanhildur Pálsdóttir og Hermann Magnússon. byggja svo pabbi og Oliver bróðir hans fjárhús upp í Koti sem kallað var, en vestan við lækinn og þar var talsverð kofaþyrpíng sem ýmsir áttu." Hemmi man eftir að konur hafi verið með potta og þvegið ull við lækinn sem rann í gegnum þyrpinguna en myndir eru til af því. „Það var talsverður hópur af krökkum er við fermdust en það var árið 1960. Já, sr Magnús er eftirminnilegur og virðulegur prestur en hann fermdi okkur. Við klæddum okkur í kyrtlana í ganginum inni í Stakkholti og gengum svo yfir í kirkjuna. Ætli ég hafi ekki fengið úr í fermingargjöf, ég man það ekki alveg. Já, maður man vel eftir sr Magnúsi en hann stjórnaði alltaf jólaböllunum, las sögur og stjórnaði nánast öllu sem fram fór." Fékk endana af vínarbrauðunum „Á hæðinni fyrir neðan íbúðina okkar var fyrsta slökkvistöð Ólsara. Þar voru geymdar kerrur með dælum og búnaði til að nota ef eitthvað gerðist en enginn slökkvibíll var til á þessum árum. Aðalkallarnir sem sáu um þetta voru þeir Hermann Sigurðsson og Lúðvík bakari Þórarinsson, Eyjólfur Magnússon og vafalaust fleiri en kerrurnar voru dregnar af bílum á þá staði sem eldur kom upp á. Svo var líka fyrsta bakaríið í austurenda hússins, sem Lúlli rak. Það var alltaf gaman að koma og heimsækja hann og fá endana af vínarbrauðunum hjá honum. Ég man m.a. eftir Eddu Halldórs og Huldu Yngvadóttur sem voru að vinna hjá honum. Svo er líka eftirminnilegt á morgnana kl. fjögur en þá glumdi alveg í húsinu 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.