Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Side 26
Mynd frá Norðfirði. Skúrarnir alveg niður í fjöru.
Slysið mikla
Þegar Aldís er þriggja ára gömul verður sá atburður á heimili
hennar sem fylgt hefur henni allt hennar líf. „Það var þannig," segir
Aldís „að mamma ætlaði að baða okkur systurnar í járnbala sem
var á gólfinu í eldhúsinu. Á veturna var lítið um neysluvatn í húsinu
og alltvatn kom frá brunni sem var talsvert frá húsinu og lá leiðslan
niður á neðri hæðina. Þannig var að þegar mamma þurfti vatn á efri
hæðinni þá bankaði hún í rörið og þá heyrði konan á neðri hæðinni
bankið og skrúfaði fyrir. Þannig skiptust þær á að nota vatnið. Það
varð að sjóða allt vatn til heimilisins sem við notuðum og í þetta
sinn var hún búin að því og komið var mjög heitt vatn í balann en
eftir var að setja kalt vatn með. Þetta var í febrúar og mikill snjór
úti. Ég og Ása systir mín vorum að leika okkur með spil við frænda
okkar við borð í eldhúsinu. Ég stend eitt sinn upp, ætlaði að fá
mér vatn að drekka, og labba afturábak og dett um balann þar
sem hann er á gólfinu. Það er ekkert með það að ég lendi ofan í
balanum á bakið og við það set ég hægri hendina strax aftur fyrir
mig til að reyna koma mér upp aftur. Ég æpi upp yfir mig, ég man
það svo vel, og pabbi og mamma koma að mér og taka í sitthvora
hendina á mér og rífa mig upp og á fætur."
Strax reynt að fá lækni
„Það var strax farið að tala um hvað ætti að gera og niðurstaðan
varð sú samkvæmt ráðleggingu gamals manns sem var i heimsókn
að best væri að setja hveiti á brunasárið og kæla það þannig. Að
sjálfsögðu var strax reynt að ná í lækni en hann átti ekki bíl. Þegar
hann kom þá var hann ekki ánægður með hvað búið var að gera
við mig en ekki var hugað að því að setja snjó og kæla brunasárið
þannig. Að sjálfsögðu gerði hveitið ekkert gagn og læknirinn
varð því að plokka það úr brunasárinu sem myndaðist mest á
handlegginn frá úlnlið og upp fyrir olnboga. Þetta tók um viku tíma
Systurnar Aldís sem er til vinstri er hún var þriggja ára og Ása sem er ári yngri.
og sársaukinn var mjög mikill man ég. Hann setti líka grisju yfirsárið
og það var líka mjög aumt þegar hann tók hana af. Þetta slys hafði
þær afleiðingar að hægri handleggurinn krepptist mikið. Ég var
tvisvar sinnum send suður í aðgerð með strandferðaskipinu Esjunni
þegar ég var níu ára gömul. Ég fór á Landakotsspítala til læknis sem
hét Matthías Einarsson. Þrátt fyrir tilraunir hans tókst ekki að rétta
handlegginn á mér og svona var ég til fimmtán ára aldurs," segir
Aldís er hún rifjar upp þennan hræðilega atburð.
Hrædd um að vakna ekki
„Þegar ég er orðin fimmtán ára þá kemur íslenskur læknir, Snorri
Hallgrímsson, til landsins. Hann hafði reynslu úr stríðum erlendis við
að lækna svona brunasár og því sá langfærasti hér á landi. Ég fer til
hans og hann getur rétt handlegginn eftir aðgerð sem hann gerði.
Eftir þetta mátti ég ekki vinna við svokallaða hráa vinnu svo sem í
fiski eins og Snorri orðaði það þótt ég hafi nú gert það seinna. Þá var
hætta á að sárið opnaðist sem var ekki gott. Ég man alltaf hvað ég
var hrædd við fyrri svæfinguna er ég var níu ára. Ég var svo hrædd
um að vakna ekki aftur þegar verið var að setja kloroform í grisju og
henni haldið yfir andlitinu á mér. Stofan sem ég var á tók mörg rúm
og einu sinni taldi ég níu rúm í viðbót við mitt. En það sem skipti
máli var að Snorri gat rétt handlegginn á mér," segir Aldís er hún
segir frá þessari erfiðu reynslu. Hún fékk reyndar mikinn krampa í
hendina eftir aðgerðina sem lagaðist svo. Hún segir að þessi fötlun
hafi ekki haft áhrif á hana fyrr en eftir að hún var fimmtán sextán
ára að þá hafi komið upp minnimáttarkennd við ýmis tækifæri. En
hún hafi samt fljótlega sætt sig við þetta og leiddi það hjá sér ef
eitthvað kom upp og harðnaði bara er á leið.
Foreldrar Aldísar þau Stefán Eiríksson og Guðný Guðnadóttir.
Hvar er þessi Hellissandur?
Þegar Aldís verður betri eftir meðferðina hjá Snorra fer hún að spá
í hvað hún ætli að fara að vinna. Þá kemur að máli við hana frænka
hennar sem hét Aldís Jónsdóttir og spyr hana um það sama þ.e.
hvað hún ætli sér að fara að gera. „Ég var nú ekki alveg viss um það
en þá segir hún mér að hún þekki kaupfélagstjórann á Hellissandi,
Sigmund Símonarson og konu hans Sigríði. Segir mér þá að þau
vanti stúlku á heimilið til að hjálpa til við heimilisstörfin og hvort ég
sé ekki tilbúin að fara. „Hvar er eiginlega þessi Hellissandur?" spyr
ég en var þó nokkuð góð í landafræði en kom því ekki fyrir mig
hvar þessi staður væri. Ég spurði frænku mín hvort hún væri búin
að tala við mömmu mína en hún sagði nei við því. Ég er búin að
fá svar segir hún og þú ert ráðin þangað vestur segir hún ákveðin.
Þá var hún búin að skrifa kaupfélagstjóranum og komið var jákvætt
svar frá honum".
24