Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Blaðsíða 42
Við stýrið úr gamla-Maí, fyrsta skipi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Svavar Benediktsson á milli
loftskeytamannanna Egils Þórðarsonar og Jóns Ebba Björnssonar sem voru báður hjá honum á
Guðsteini. Svavar fór fyrst á sjó 8 ára gamall með föður sínum Benedikt Ögmundssyni á gamla-Maí.
Mynd Atli Már Hafsteinsson.
frá Veðurstofu íslands Leiðbeininga og kóðabók, skýjabók,
skeytabók, loftvog sem stillt var um borð miðað við loftþyngd við
sjávarmál og stóran kvikasilfurs lofthitamæli í sveiflu. Venjulega var
farið með hitamælinn á brúarvænginn áveðurs og honum sveiflað
þar til að maður fékk sömu aflesningu a.m.k. í tvö skipti í röð. Síðan
varfarið upp á brúarþak og allur himininn skoðaðurtil að sjá heildar
skýjahulu og áætla skýjahulu í hverjum hæðarflokki fyrir sig lág-,
mið- og háský ásamt skýjategundum sem voru níu í hverjum flokki.
Þá var áætluð vindstefna og vindhraði. Þegar inn var komið var lesið
af loftvoginni. Síðan farið í Leiðbeininga og kóðabókina og fundinn
talnakóðinn til að setja í skeytið. Kóðinn sem var í fimm tölustafa
orðum var því næst skrifaður inn í skeytabókina. Svo var kallað í
Reykjavík radíó á langbylgju morsi og skeytinu rennt til þeirra.
Þessar athuganir komu svo inn í næstu spá, t.d. athugun kl. 09:00
kom í 10:10 spánni frá Veðurstofu íslands sem lesin var í útvarpið
og í veðurlýsingunni kl. 10:30 sem við tókum á stuttbylgjunni sem
veðurkort frá bresku veðurstofunni í Bracknell. Veðurathuganir
togarnna á Vestfjarðamiðum og í Grænlandssundi höfðu mikið að
segja fyrir áreiðanleika veðurspánna á svæðinu, enda var okkur
alltaf vel tekið á Veðurstofunni. Vegna kódafélagsins voru nöfn
togaranna þó aldrei gefin upp, en sagt: „Skip á stað . . ."
Nöfn flutningaskipanna voru hinsvegar lesin upp. Veðurathuganir
skipa í Ameríkusiglingum höfðu mikla þýðingu fyrir veðurspár hér
á, og við ísland. Þegar skeytabókin var full var farið með hana á
Veðurstofuna. Þá var það viðtekin venja að Páll Bergþórsson eða
Markús heitinn Einarsson vildu tala við mann. Þeir vildu greinilega
kynnast þeim sem voru á bak við skeytin, spurðu um margtog sögðu
manni til. Mér er t.d. minnisstætt að Páll lagði áherslu á að maður
vandaði hitaaflesturinn og passaði sig á því að vera örugglega
áveðurs þar sem ekki gætti neins yls eða skjóls frá skipinu.
Ég var á Hofsjökli/TFLE um tíma, þar var enginn veðurkorta-
móttakari en ég vissi að Norddechradio/DAN í Þýskalandi sendi
út veðurkortatexta á morsi sem ætlaður var til að teikna veðurkort
eftir. Ég sagði Markúsi frá því að mig vantaði kortablöð til að teikna
kortin á. Þá fór hann upp í hyllu og náði í heilan búnka og rétti mér.
Hafðu þetta sagði hann: „Skipstjórinn verður örugglega ánægður
þegar þú kemur með kortin'LÞað vildi svo til að þegar við fórum
frá Reykjavík var ég búinn að vera um borð og taka kortaskeytið
frá Norddech og þá var lægð að koma upp að Reykjanesi. Þegar
við komum að Garðskaga sagði Helgi heitinn Guðjónsson skipstjóri
við stýrimanninn: „Við skulum bara halda þessari stefnu í nótt og
sjá til hvernig hann verður í fyrramálið". Við fórum svo vestur undir
Grænland og lensuðum svo suður með alla leið niður í Belle Isle
sundið, í staðinn fyrir að berja á móti suðvestan áttinni hefðum við
tekið stefnuna beint í Belle Isle frá Garðskaga.
Hofsjökull/TFLE
Lögskráningin og áhafnarlistinn
Eitt það fyrsta sem gert var eftir að farið var úr höfn, sem
venjulega var klukkan tíu að kvöldi, var að fara til skipstjóra með
lögskráningarbókina og athuga hverjir hefðu farið af skipinu í
inniverunni og að fá nöfn þeirra sem komu um borð. Síðan þurfti
að finna hvern og einn af þeim nýju, fá persónuupplýsingar og láta
þá skrifa undir lögskráninguna. Strax næsta morgun var hringt í
útgerðina og tilkynnt um breytingu á lögskráningu, sem þeir sáu
svo um að koma áfram. Reglulega þurfti svo að fara með bókina á
lögskráningarstofuna hjá Bæjarfógetanum í Hafnarfirði, til að bera
bókina saman við þau gögn sem þeir höfðu og fá stimpil. í lok
hvers túrs var skrifaður áhafnarlisti sem fór til útgerðarinnar ásamt
Spurningar til sjómannskvenna
Nafn og starf: Thelma Rut
Eðvarðsdóttir, tanntæknir.
Hefur þú farið á sjó og á
hvaða bát? Já, fór með pabba
mínum Erlingi Helgasyni á
Lárusi Sveinssyni og við sigldum
til Reykjavíkur.
Varstu sjóveik? Já, MJÖG.
Hlustar þú á óskalagaþátt
sjómanna? Já.var aðal þátturinn
á þeim tíma.
Vildir þú fara í rallý með
manninum þínum? Nei takk.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur?
Horfi helst á fréttir.
Ertu búin að sjá Mamma mia?
Nei, en ætla fara í haust.
Hvernig væri draumafríið
þitt? Thailand.
Hver er munurinn á báti og
skipi? Stærðin á þeim.
Ertu á facebook eða tvitter
og hvað áttu marga vini?
Facebook og á 573 vini.
Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Grænn.
Gefur maðurinn þinn þér blóm á
konudaginn? Já.
Hver ætti að keyra? Ég, en þá kallast þetta
heldur ekki rallý lengur.
í hvað starfi væri maðurinn þinn ef hann
væri ekki sjómaður? Erfitt að spá um.
Hvert er uppáhalds lagið þitt ? ?
Hver er aðal kosturinn að eiga sjómann?
Fríin, tekjur.
En ókosturinn? Hættan sem fylgir
sjómannsstarfinu.
Færðu koss frá bóndanum áður en hann fer
á sjóinn? Stundum.
Mottóið er: Njóta lífsins.
40