Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Page 58
S j ómannadagsræða
á Hellissandi 2015
Erla Gunnlaugsdóttir
Kæru sjómenn, fjölskyldur og aðrir hátíðargestir.
Þegar ég var beðin um að halda ræðu á sjómannadeginum
hér á Hellissandi þá var ég í fyrstu dálítið efins um að ég hefði frá
mörgu að segja um líf mitt á hátíðisdegi sjómanna. En eftir nokkra
umhugsun þá ákvað ég þó að láta slag standa og rifja betur upp
þær fáu en góðu minningar sem ég átti þó til í hugarskoti mínu
enda ekki vön að segja nei ef til mín er leitað. Sjómannadagurinn
er einstakur dagur í íslensku samfélagi og er haldinn hátíðlegur
víðast hvar í sjávarbyggðum. Fyrir sjómannsfjölskyldur er þessi
dagur oft einn mesti hátíðisdagur ársins. Eftirvænting og tilhlökkun
að hafa sjómennina sína heima og njóta hátíðarhaldanna í faðmi
fjölskyldunnar.
Togarinn Sunnutindur
Ég erfædd og uppalin í litlu fallegu sjávarplássi austurá fjörðum,
Djúpavogi, en þar ólst ég upp til 7 ára aldurs ásamt Helgu Eir systur
minni í skemmtilegum og góðum frændsystkinahópi. Mínar fyrstu
minningarafsjómannadeginum voru þærað viðfrændsystkinin með
pöbbum okkar og mömmum fórum í siglingu út á Djúpavoginn en
skipstjórarnir voru ýmist afi Bogi, Ágúst bróðir pabba eða Tryggvi
frændi. Togarinn Sunnutindur fór fyrir siglingunni en minni bátarnir
fylgdu síðan á eftir vel skreyttir með flöggum og fánum. Ég man
að við fengum kókómjólk og prins póló á meðan siglt var og
stundum var rennt eftir fiski sem okkur fannst rosalega spennandi.
Okkur frændsystkinunum fannst þetta skemmtilegur dagur, svo
skemmtilegur að einhverra hluta vegna í minningunni var alltaf gott
veður á sjómannadaginn.
Reyni að veiða orminn
Ég er þakklát fyrir árin mín í litla sjávarplássinu, Djúpavogi. Þar
kynntist ég svo vel hvað fjölskylduböndin geta verið sterk en það má
segja að stórfjölskyldan mín með afa og ömmu og fjölda afkomenda
þeirra bjuggu á nánast sama fermetranum á milli klettanna. En
Erla Gunnlaugsdóttir.
svo kom að sjöunda afmælisdeginum mínum en það ár fluttum við
fjölskyldan á Egilsstaði og þá allt í einu datt þessi punktur út úr
tilverunni enda Egilsstaðir ekki þekktir fyrir mikla sjósókn eins og
gefur að skilja. Nema þá kannski að héraðsbúar reyni að krækja í
Lagarfljótsorminn en það hefur ekki tekist enn en hver veit nema
að Örvar minn dýfi öngli í næst þegar við förum austur og reyni
að veiða orminn! í framhaldi þess að við fluttum til Egilsstaða þá
upplifði ég ekki sjómannadaginn á mínum unglingsárum og það er
ekki fyrr en ég flyt hingað á Snæfellsnes sem ég fer að upplifa og
njóta sjómannadagsins á ný.
Þrjóska stelpan ætlaði ekki á Hellissand
Ég man svo vel eftir deginum sem að pabbi og mamma settust
niður með okkur systrum og sögðu okkur að pabbi væru búinn
að fá vinnu á Rifi og að við værum að flytja á Hellissand. Mér
fannst eins og heimurinn hryndi, ég þá 15 ára gömul átti stóran og
.
Það er alltaf tilkomumikið þegar þyrlan kemur. Ljósm: JRK.
56