Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 50

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Qupperneq 50
þessu. Einn var í uppslætti og annar sá um járnavinnuna og einn um steypuna. Þá var verið að vinna m.a. við byggingar í Kleppsholtinu og í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Eftirminnileg vertíð „Vertíðina 1946 ræður Þórður mig sem kokk á bát frá Reykjavík sem hét Særún. Ég bið Guð strax að hjálpa mér en ég kunni ekki að sjóða kartöflur," segir Gísli og hlær dátt. „Þetta var línubátur og það sem er minnisstæðast frá þessari vertíð var að við misstum línurennuna þrisvar sinnum í sjóinn og einnig fór maður fyrir borð í brjáluðu veðri en hann kom reyndar inn aftur sem betur fer og heill á húfi. í einu óveðrinu hreinsaðist allt af dekkinu. Fleira skeði sem ég er ekkert að nefna en það skeður margt til sjós," segir Gísli þegar hann rifjar upp þessa minnisstæðu vetrarvertíð. Gísli og Lilja á yngri árum sínum. Aflahæstir í Faxaflóa „Veturinn 1947 ræður Þórður mig og Kristján bróður á 60 lesta línubát sem hét Guðbjörg GK 6. Þetta er einn besti tími æfi minnar á sjónum. Við vorum aflahæstir í vertíðarlok á Faxaflóa og hluturinn var 14 þúsund kall eftir vertíðina og það var mjög gott á þessum árum en skipstjórinn var kallaður Beggi. Hann hélt mikið uppá mig þessi skipstjóri og svo fórum við á troll um vorið og þá var ég annar mótoristi. Það gekk líka vel á síldinni en við fengum 6000 mál og tunnur og við lönduðum mest á Siglufirði og Raufarhöfn." Síðutogararnir Það ersvo veturinn 1948 sem Gísli byrjar á síðutogurunum. „Fyrsti togarinn sem ég er á er Maí frá Hafnarfirði. Þar um borð kynntist ég Rafni Þórðarsyni en hann var þar hjálparkokkur. Ég fer tvo túra á Maí og seinni túrinn er siglt til Fleetwood í Bretlandi . Hann er svo sem ekkert minnisstæður þessi túr en svo kom ég seinna til Bremerhaven í Þýskalandi og það var minnisstætt. Allt í rúst eftir stríðið, húsin hálfónýt, húsgögnin og annað dót innan um rústirnar. Það var svo mikið af kvenfólki um allt að það var varla þorandi að fara upp í bæ. Þær eltu okkur sjómennina og voru að betla um hitt og þetta því að þær áttu ekkert aumingja konurnar. Það fórust svo margir þýskir karlmenn í stríðinu en konurnar og börnin urðu að bjarga sér. Þetta sumar er ég svo á Guðbjörginni og þá var Þetta er Móabúð í Grundarfirði og það var faðir Gísla sem byggði það 1939. Gísli er í dyrunum á húsinu. LjósmyndrUnnar Leifsson. síldarævintýrið í Hvalfirði. Bátar lágu drekkhlaðnir í Reykjavíkurhöfn og biðu eftir löndun svo mikil var veiðin." Bjarni var góður skipstjóri Gísli er svo með Bjarna Ingimarssyni á Neptúnusi á annað ár. Hann segir að lífið á togurunum hafi ekki verið gott er vaktirnar voru sex og tólf en eftir að breytt var í sex og sex þá hafi það gjörbreyst eftir langa verkfallið árið 1950. „Allt annað líf," segir Gísli. „Við vorum alltaf að fiska í ís og það var oftast mokfiskerí. Við komum 360 tonnum í skipið og einu sinni settum við heimsmet í sölu á Bretland. Eftir þennan túr fórum við á Halann og fylltum hann á nokkrum dögum. Það var svo mikil vinna á okkur í túrnum að ég held bara að ég hafi aldrei náð mér í annari hendinni eftir hann," segir Gísli. „Bjarni var mjög góður skipstjóri þótt það heyrðist vel í honum en menn urðu að hafa hátt því það var soddan helvítis hávaði í spilunum að hann varð að tala hátt," segir Gísli er hann mærirsinn gamla skipstjóra. Sjö menn fyrir borð „Já," segir Gísli „það urðu oft slys á togurunum því öll vinna fór fram á opnu dekki en ekki á lokuðu eins og nú er. Það var mikill hraði á öllu vírar og tóg um allt dekk og svo var togað í nær öllum veðrum. Við misstum aldrei mann fyrir borð á þeim skipum sem ég var á en það var eina jólavikuna skal ég segja þér að þá fóru alls sjö menn fyrir borð á togaraflotanum. Það var á aðfangadagskvöld eitt árið er við vorum búnir að taka trollið innfyrir og komum uppundir í var. Þá segir loftskeytamaðurinn okkur hvað hafi skeð og þetta var slæmt að heyra. Ég man að fyrsti túrinn minn á einu skipinu var í janúar. Þá var norðan rok og trollið í sjó að þá skeður það að loftnetin detta niður og kabyssurörið brotnar af. Þá var farið uppundir Grænuhlíð og þetta lagað og svo var bara farið út aftur. Gísli var um tíma á togaranum Neftúnusi með Bjarna Ingimarssyni skipstjóra. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.