Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2016, Síða 11
byggðu sér hús en þau voru Páll Guðmundsson verkstjóri hjá Vita-
og hafnarmálastofnun og Huldís Ingadóttir. Páll var verkstjóri hjá
stofnuninni og fór um landið á sumrin með flokk manna og byggði
m.a. vitann á Öndverðarnesi og útihúsin á Malarrifi. Einnig má
segja frá því að hann gerði veginn niður að Öndverðarnesvita
og þá fann hann beinagrind sem var talin mjög merkileg en hún
var af ungum manni frá víkingaöld. Móðir Sannýjar var ráðskona
hjá vinnuflokknum sem Páll var með. Sanný gekk í barnaskólann í
Hafnarfirði og fór síðan í Flensborg. Systkinin voru fjögur og þar af
einn hálfbróðir.
„Ég fermdist í Hafnarfjarðarkirkju kl. tvö, ég man það svo vel, og
prestur var sr Garðar Þorsteinsson og við vorum 52 í mínu holli sem
fermdist eftir hádegið og annar eins hópur fermdist fyrir hádegið,"
segir Sanný. Þar sem móðir mín var ekki heima á sumrin var ég send
frá sex ára aldri út á land. Fyrst var ég í Stykkishólmi en þar átti ég
skyldfólk. Það varð að koma börnunum af mölinni," segir Sanný og
brosir.
Hífð í land í neti
„Frá tíu til tólf ára aldurs var ég send á Stöðvarförð fyrir austan
og var þar hjá fólki sem var með búskap. Ég fór alein með
strandferðaskipinu Esju og ein í klefa tíu ára og ferðin tók tvo til
þrjá daga. Esjan komst ekki upp að bryggju og því var ég látin síga
í uppskipunarneti frá borði í lítinn léttbát ásamt fleirum. Þegar ég
kom að landi sagði maðurinn í léttbátnum að ég skyldi bara bíða
þar til ég yrði sótt en við komum þangað um kl. tvö að nóttu. Ég
Netaróður á Geysi SH 66. Þeir sem þekkjast eru Hermann, Dóri á Búðum og Páll Sigurvinsson.
man að það var mikil þoka þessa nótt. Ég settist á ferðatöskuna
mína og beið og allirfóru í burtu. Eftir langan tíma kom maður til
mín og spurði hvort ég væri Svanhildur. Já, ég hélt það nú og þá fór
ég með honum heim á bæinn. Ég var mest að hjálpa húsmóðurinni,
sendast og gera það sem til féll og ég gat gert. Á bænum var engin
sláttuvél allt slegið með orfi og Ijá, rakað og rifjað með hrífum og
heyið bundið í bagga og sett á hesta og reitt heim. Þannig var það
nú," segir Sanný er hún rifjar upp þennan óvenjulega tíma.
Boðið upp á Dubonett
Eftir fermingu fer Sanný aftur í sveit og nú að Torfastöðum í
Grafningi en þar fékk hún laun fyrir vinnu sína. Svo kemur að því
Fyrsti bílinn og það er Volvo árgerð 1963 P 686.
að hún fær vinnu á Búðum. „Já, hún Una föðuramma mín þekkti
hana Lóu sem rak Hótel Búðir á þessum tíma eða árið 1964 og
hún réði mig þangað eftir beiðni ömmu. Ég vildi frekar fara út á
land að vinna heldur en að vera í bænum við eitthvað sem ég vildi
ekki. Svo var ég reyndar búin að sjá Hemma áður, en við sáumst
fyrst í Bankastræti og það dró mig líka vestur," segir Sanný og þau
hlægja bæði dátt hún og Hemmi. „Það var mjög skemmtilegur
tími á Búðum. Ég vann með skemmtilegu fólki og líka kynntist
ég nokkrum gestum er þangað komu. Ég man vel eftir Dagnýju
Kristjánsdóttur seinna bókmenntafræðingi sem ég vann með. Þá
er mér minnisstætt er Halldór Kiljan Laxness dvaldi á hótelinu en
hann kom mörg sumur vestur að Búðum. Einu sinni er ég var að
vinna úti við þá kallar hann á mig og spyr. „Heyrðu góða, viltu koma
hérna aðeins til mín" og svo spyr hann. „Hvað heldur þú að beljan
þarna sé að gera" og benti á kú sem stóð stuttfrá hótelinu. „Heldur
þú nokkuð að hún sé að éta bílinn minn?" Það held ég ekki segi
ég og gat lítið annað sagt. Svo komu einu sinni Ásgeir Ásgeirsson
forseti íslands og frú Dóra og þá var okkur boðið í veislu. Þar var
mér boðið m.a. upp á Dubonett en ég hafði aldrei heyrt á það
minnst áður. Sama og þegið sagði ég. Það var talsvert fylgdarlið
sem kom með og a.m.k. þrír bílar sem þau komu á en þetta er allt
ógleymanlegt," segir Sanný er hún rifjar upp skemmtilegar stundir
á Búðum en hún starfaði þar í tvö sumur.
*
Svanur Magnússon bróðir Hermanns tilbúinn í stakkasundið á sjómannadag.
9