Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 7

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Blaðsíða 7
 9 Guðmundur Ævar Oddsson má nefna að árið 1997, þegar mikil umræða var um hin svokölluðu „ofurlaun―, töldu 82% að- spurðra að launamunur væri orðinn það mikill að það byggju tvær þjóðir á Íslandi (Gallup, 1997). Það sem meira er, telja 84% Íslendinga að launamunur hafi aukist mjög mikið síðustu tíu ár (Arnaldur Kristjánsson, 2009). Ívar Jónsson (2008) lýsir jafnframt tilkomu „stéttar þverþjóðlegra kapítalista― (e. trans- national capitalist class) (Sklair, 2001) með rætur á Íslandi og rekur hvaða áhrif uppgangur hinnar nýju stéttar hefur haft á íslenskt samfélag (143): Stéttakerfið íslenska hefur umbreyst síðustu 15 árin, úr því að vera tiltölulega eins- leitt stéttakerfi í klofið stéttakerfi — þar sem gjáin milli stéttar þverþjóðlegra kapítalista og stéttar hefðbundinna kapítalista e. traditional capitalist class er að dýpka samfara auknum klofningi milli launþega og hinna kapítalísku stétta. Rétt eins og með efnahagshrunið í Bandaríkjunum 1929 þá var jafnaðarkreppa fyrirboði ís- lenska efnahagshrunsins haustið 2008 (Stefán Ólafsson, 2010). Efnahagslegur ójöfnuður á Íslandi eykst alla jafna í efnahagskreppum, þar sem niðursveiflur bitna fyrst og fremst á þeim sem hafa minna á milli handanna (Stefán Ólafsson, 1990). Yfirstandandi efnahagskreppa er engin undantekning hvað þetta varðar (Hagstofa Íslands, 2010). Fræðimenn hafa einnig getið sér til um að stéttavitund aukist í kreppum (Centers, 1949; Jackman og Jackman, 1983). Hins vegar hefur þessi tilgáta ekki verið sannreynd. Íslendingar verða a.m.k. uppteknari af launa- mun í efnahagslegum niðursveiflum (Ásgeir Jónsson o.fl., 2001). Ennfremur virðist sem yfir- standandi efnahagskreppa hafi gert Íslendinga meðvitaðri um vaxandi ójöfnuð undangenginna ára (Arnaldur Kristjánsson, 2009; Stefán Ólafsson, 2009). Erlendar rannsóknir Weber (1978) setti fram kenningu um lagskiptingu þjóðfélaga út frá þremur víddum, þ.e. þjóðfélagsstétt, þjóðfélagsstöðu og pólitískri stöðu. Weber hafnaði jafnframt sterkri efnis- hyggju Marx (1972), sem kveður m.a. á um að verund skapi vitund. Engu að síður vill þó gleymast að Weber áleit að einstaklingar hefðu ríka tilhneigingu til þess að haga sér í sam- ræmi við þá efnahagslegu hagsmuni sem fylgja stéttarstöðu þeirra (Wright, 2002). Hvort fólk gerir sér grein fyrir stéttarhagsmunum sínum og berst fyrir þeim „veltur á menningarlegum aðstæðum...og sér í lagi gagnsæi tengslanna á milli orsaka og afleiðinga stéttarstöðu― (Weber, 1978: 929). Gagnsæið er mest hjá öreiganum, sem gerir sér besta grein fyrir því að „andstæður hvað varða lífsmöguleika [megi rekja til] formgerðar hins áþreifanlega hag- kerfis― (Weber, 1978: 929). Samkvæmt Weber er þó uppsprettu sameiginlegra sjálfsmynda fremur að finna í stöðuhópum en þjóðfélagsstéttum. Engu að síður er talsverð fylgni á milli þjóðfélagsstéttar og þjóðfélagsstöðu, þó hún hafi minnkað í seinni tíð (Scott, 2002). Sem dæmi er þjóðfélagsstétt og þjóðfélagsstöðu oft ruglað saman í almennri umræðu (Chan og Goldthorpe, 2007). Út frá kenningum Webers býst ég við því að þessi rannsókn muni leiða í ljós sterk já- kvæð tengsl huglægrar stéttarstöðu og efnahagsstéttar annars vegar og huglægrar stéttarstöðu og svokallaðra „stéttarvísa― (Anderson og Taylor, 2007) hins vegar. Stéttarvísarnir sem notast er við í þessari grein eru efnahagsstétt, einstaklings- og heimilistekjur og menntun. Til nánari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.