Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 10

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Page 10
 12 Tafla 1 Svörun eftir búsetu, aldri og kyni Skýringar: (1) Taflan sýnir svörun miðað við upphaflegt úrtak, þ.e.a.s. brúttósvörun. (2) Tafl- an sýnir prósentutölur en fjöldatölur eru í sviga. Í þessari grein er háða breytan fengin með spurningu um „huglæga stéttarstöðu― (Centers, 1949), sem mikið er notast við í alþjóðlegum rannsóknum. Huglæg stéttarstaða: Þessi spurning er lítillega breytt útgáfa af spurningunni sem lögð var fyrir í Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni árið 2005 (Jackman og Jackman, 1983; World Valu- es Survey, 2005a): Talað er um þjóðfélagsstéttir á borð við undirstétt, verkalýðsstétt, neðri millistétt, efri millistétt og yfirstétt. Til hverrar af eftirtöldum þjóðfélagsstéttum myndir þú segja að þú tilheyrðir? Undirstétt Verkalýðsstétt Neðri millistétt Efri millistétt Yfirstétt Eins og oft vill verða með spurningar af þessu tagi völdu fáir svarendur undirstétt eða yfirstétt. Fyrir vikið er í ítarlegri greiningu notast við stéttalíkan með þremur stéttum (Edlund, 2003; Yamaguchi og Wang, 2002). Þriggja stétta líkanið samanstendur af efri millistétt, neðri millistétt og verkalýðsstétt. Svarendur er völdu yfirstétt eru kóðaðir í efri millistétt og þeir sem völdu undirstétt eru kóðaðir í verkalýðsstétt. Efnahagsstétt: Efnahagsstéttarbreytan er fengin úr einföldustu útgáfu Erikson, Gold- thorpe og Portocarero stéttalíkansins, sem samanstendur af þjónustustétt, millistétt og verka- lýðsstétt (Edlund, 2003; Erikson og Goldthorpe, 1992). Notast er við starfsheiti samkvæmt íslenska starfsflokkunarstaðlinum ÍSTARF 95 (Hagstofa Íslands, 1994) til að raða fólki í efna- Upphaflegt úrtak Taka ekki þátt Þátttakendur Búseta Höfuðborgarsvæði 100 (937) 48,6 (455) 51,4 (482) Landsbyggð 100 (587) 46,2 (271) 53,8 (316) Aldur 40 ára og eldri 100 (793) 40,5 (366) 53,8 (427) 39 ára og yngri 100 (731) 51,1 (360) 50,8 (371) Kyn Karlar 100 (765) 51,1 (391) 48,9 (374) Konur 100 (759) 44,1 (335) 55,9 (424) Samtals 100 (1524) 47,6 (726) 52,4 (798)

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.