Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 15

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 15
 17 Guðmundur Ævar Oddsson Þegar hér er komið sögu höfum við séð að Íslendingar hafa meiri „millistéttarsýn― á stéttarstöðu sína og sjá hana almennt hærra í stéttakerfinu en flestar aðrar þjóðir. Auk þess skipa fleiri en 60% svarenda þróaðra iðnríkja í Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni sér í aðra hvora millistéttina. Við höfum einnig séð að Íslendingar hafa töluvert sterka stéttavitund, sem studd er sterkri jákvæðri fylgni huglægrar stéttarstöðu og efnahagsstéttar annars vegar og huglægrar stéttarstöðu og stéttarvísa hins vegar. Svipað á við um löndin í Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni (niðurstöður ekki sýndar). Athyglisvert er að hlutfall Íslendinga (22%) sem svaraði ekki spurningunni um huglæga stéttarstöðu er hærra en í nokkru landi í Alþjóðlegu lífsgildakönnuninni. Löndin sem koma næst eru Malí og Sambía með 17%, sem er samt fimm prósentustigum lægra. Það Evrópuland sem kemst næst er Pólland með 14% og næst þar á eftir er Svíþjóð með 12% (World Values Survey, 2005b). Með öðrum orðum þýðir þetta að u.þ.b. átta af hverjum tíu Íslendingum eru tilbúnir að skipa sér í stétt, samanborið við níu af hverjum tíu í Póllandi og Svíþjóð. Í þessu tilfelli verður að hafa í huga að stéttarvitund er tiltölulega mikil bæði í Póllandi og Svíþjóð (Kohn o.fl., 1990; Wright, 1997). Loks er áhugavert í tilviki Íslands að því hærri sem efnahagsstétt svaranda er og þeim mun meiri einstaklings- og heimilistekjur og menntun sem svarandi hefur, þeim mun líklegri er hann til þess að neita að svara spurningu um huglæga stéttarstöðu. Þetta er í samræmi við kenningar Webers um að „gagnsæi tengslanna á milli orsaka og afleiðingar stéttar- stöðu― (Weber, 1978: 929) sé mest hjá öreiganum. Þar af leiðandi er ljóst í tilviki Íslands að „stéttarstaða skiptir meira máli fyrir þá sem eru heftir af henni en þá sem njóta góðs af henni― (Jackman og Jackman, 1983: 51). Niðurlag og umræður Þessi rannsókn hrekur þá venjuháðu visku að stéttavitund Íslendinga sé hverfandi. Flestir Ís- lendinga þekkja og skilja stéttarheiti og eru fúsir til þess að segja til um hvaða þjóðfélagsstétt þeir tilheyra. Að sama skapi eru Íslendingar tiltölulega meðvitaðir um eigin stéttarstöðu. Þessu ber vitni sterk jákvæð fylgni huglægrar stéttarstöðu og hlutlægrar stéttarstöðu annars vegar og huglægrar stéttarstöðu og stéttarvísa (einstaklingstekna, heimilistekna og menntunar) hins vegar. Að þessu leyti svipar Íslendingum t.a.m. til frændþjóða okkar Norðmanna (Knudsen, 1988) og Svía (Wright, 1997), auk Breta (Marshall o.fl., 1988) og Bandaríkja- manna (Hout, 2008). Þessar niðurstöður eru í samræmi við kenningar Webers, auk niður- stöðunnar að stéttavitund er meiri meðal þeirra sem eru neðar í stéttakerfinu. Á hinn bóginn draga viðmiðunarhópar úr spágildi hlutlægrar stéttarstöðu. Þetta sýnir rík almenn tilhneiging svarenda til þess að sjá sig í „millistétt―. Aðrar hliðstæðar rannsóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður fyrir önnur hagsæl, vestræn lönd og ýmis Austur-Evrópulönd (Evans o.fl., 1992; Evans og Kelley, 2004; Kelley og Evans, 1995). Jafnframt gætir um- ræddrar „millistéttar-tilhneigingar― um allt stéttakerfið íslenska og styður það tilgátuna um áhrif einstaklingsvæðingar á huglæga stéttarstöðu. Tilgátan er hins vegar fyrst og fremst sett fram sem þarft innlegg í fræðilega umræðu og frekari rannsóknir á stéttavitund. Íslendingar hafa meiri „millistéttarsýn― á eigin stéttarstöðu en flestar aðrar þjóðir. Auk þess sjá Íslendingar almennt stéttarstöðu sína hærra í stéttakerfinu en fólk í flestum öðrum

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.