Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 38
40
en konur eru stærsti hópur opinberra starfsmanna. Vextir hækka, tekjur hins opinbera lækka
og skuldaaukning eykst sem iðulega kallar á stórfelldan niðurskurð í velferð og þjónustu
(Katrín Ólafsdóttir, 2010). Minnkandi velferð og opinber þjónusta bitnar svo aftur verr á
konum en körlum sem bera meginþunga fjölskylduábyrgðar (sjá t.d. Bryndísi Jóhannsdóttur,
2010). Skerðingar á fæðingarorlofi tóku gildi vorið 2010 (Fæðingarorlofssjóður, 2009). Hætt
er við að þær ýti undir hefðbundna verkaskiptingu og í ágúst 2010 voru komnar fram vísbend-
ingar um að körlum sem taka fæðingarorlof fækki umtalsvert milli ára (Anna Sigríður
Einarsdóttir og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, 2010).
Eins og fram kom hér að framan er kynjabil í stjórnmálum minnst á Íslandi í skýrslu
WEF. Það voru einmitt stjórnmálin sem komu Íslandi í fyrsta sæti árið 2009. Það skýrist af
auknum fjölda kvenna á Alþingi og í ríkisstjórn árið 2009 þegar konum fjölgaði á þingi í 43%
en höfðu verið 32% eftir kosningarnar 2007. Í minnihlutaríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri
grænna, sem tók við völdum á Íslandi í febrúar 2009, voru konur helmingur ráðherra. Það er
þekkt tilhneiging að vinstri flokkar styðja kynjajafnrétti í meira mæli en aðrir flokkar og eru
tilbúnari að rýma til fyrir konum. Styrkleiki þeirra á þjóðþingum hefur því bein áhrif á kynja-
hlutföll (Kenworthy og Malamy, 1999). Að sama skapi fjölgar kvenráðherrum þegar vinstri
flokkar og miðjuflokkar eru við stjórn (Mateo Diaz, 2005; Stevens, 2007). Í sögulegu sam-
hengi sést þetta vel á Íslandi. Fæð kvenna í stjórnmálum á síðustu áratugum tengist sterkri
stöðu Sjálfstæðisflokksins, enda þótt flokkurinn hafi verið á undan mörgum öðrum flokkum
að kjósa konur á þing. Hrunið og fylgistap Sjálfstæðisflokksins í kjölfarið eiga því beint og
óbeint þátt í að veita konum brautargengi í íslenskum stjórnmálum (Þorgerður Einarsdóttir og
Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, 2009). Í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2010 jókst hlutur
kvenna um fjögur prósentustig frá kosningunum 2006, eða úr 36% í 40% (Úrslit
sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010). Breytingin var skref fram á við þótt hún hafi ekki
verið eins mikil og í alþingiskosningunum árið áður.
Þrátt fyrir sterkari pólitíska stöðu kvenna eru ýmis önnur kynjatengsl í svipuðum
farvegi og fyrr. Einungis tvær konur voru skipaðar í skilanefndir bankanna eftir hrun, eða um
13%, en sú nefndaskipan var tilefni þeirra mótmæla Kvenréttindafélagsins sem fjallað var um
hér í upphafi. Karlar eru áfram í forystu í efnahagslífinu og við stjórnun bankanna.
Vísbendingar eru um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fækkað eftir hrun (Lilja Móses-
dóttir, 2009). Frá maí 2009 til maí 2010 hafði fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði með
kynjablandaðar stjórnir fækkað úr 15% í 14% (Hlutdeild kvenna í atvinnulífinu, 2010). Konur
voru 23% stjórnarmanna og stjórnarformanna í fyrirtækjum árið 2009 og 19% framkvæmda-
stjóra, og hafði þetta ekkert breyst frá því árið áður (Tillaga til þingsályktunar 2010).
Rannsóknir benda til þess að fyrirtæki sem hafa stjórnarfólk af báðum kynjum sýni betri
arðsemi en þau félög sem hafa einsleitar stjórnir (Margrét Sæmundsdóttir, 2009; Smith o.fl.,
2005).
Kynjaskekkjan í fjölmiðlum virðist á svipuðum slóðum og fyrr. Í rannsókn Önnu Lilju
Þórisdóttur fyrir kosningarnar 2009 kom í ljós að karlar í framboði fengu talsvert meiri um-
fjöllun í dagblöðum en konur og voru nær einráðir sem álitsgjafar í aðdraganda kosninganna.
Þó voru konur í framboði jafn virkar og karlar við greinaskrif í dagblöðum. Niðurstöðurnar
staðfesta fyrri rannsóknir og sýna að þegar hlutur kvenna er orðinn um 25-30% viðist ákveðn-
um þolmörkum vera náð (Anna Lilja Þórisdóttir, 2010).
Breytt kynjahlutföll á þingi og í sveitarstjórnum er tvímælalaust vísbending um