Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 55

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 55
 57 Jón Rúnar Sveinsson Breiðholti. Það var hluti af Byggingaráætlun ríkisins og Reykjavíkurborgar 1965-1975, sem samið var um í samningum aðila vinnumarkaðarins í júlímánuði 1965 (Ómar Valdimarsson, 1990). Á fyrstu árum Viðreisnarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, sem mynduð var 1959, urðu talsverð átök á vinnumarkaði (Sigurður E. Guðmundsson, 2002). Þetta breyttist um miðbik áratugarins með víðtæku samkomulagi um samráð verkalýðssamtaka, ríkisvalds og atvinnurekenda. Mikilvægur þáttur í nýrri stéttasátt voru aðgerðir á sviði húsnæðismála, sem mörkuðu þá braut sem verkalýðshreyfingin átti eftir að fylgja í húsnæðismálum um langt árabil. Um leið urðu til samskiptahættir milli aðila á vinnumarkaði í anda þess er fræðimenn kenna oft við „korporatisma“, en á íslensku mætti kalla samráðsstefnu.3 Strax með svonefndu júnísamkomulagi árið 1964 voru hækkuð húsnæðislán og bætt fjármögnun lánakerfisins mikilvægur hluti aðgerða ríkisvaldsins og í júlí 1965 var sérstök yfirlýsing ríkisstjórnarinnar upphaf hinna viðamiklu byggingarframkvæmda í Breiðholti á árunum 1965-1975 (Sigurður E. Guðmundsson, 2002). Eftir hægfara þróun á árunum 1930-1960 komst þannig – svo sem sjá má í töflu 2 – talsverður kippur í byggingu verkamannabústaða og annarra eignaríbúða með félagslegum formerkjum á árunum 1960-1980, því þeim fjölgaði um sem næst 2600 íbúðir á tímabilinu. Árið 1980 mátti finna 5,1% íbúðaeignar landsmanna (sjá töflu 2) innan verkamannabústaða­ kerfisins, eins og nú var farið að kalla þennan meginhluta hins félagslega íbúðaforða lands­ manna, og hafði hlutfallið hækkað úr 2,4% frá 1960. Árið 1980 voru samþykkt lög um Húsnæðisstofnun ríkisins sem fólu í sér talsverða aukningu lánveitinga til byggingar verkamannabústaða (Stjórnartíðindi 1980, lög nr. 51). Áhrif verkalýðshreyfingarinnar á sviði húsnæðismála birtust einnig í því, að í upphafi hús­ næðislaganna 1980 var svonefnt þriðjungsmarkmið, lögfest sem eitt af markmiðum þeirra. Fjármögnun lánveitinga Húsnæðisstofnunar ríkisins byggðist nú í vaxandi mæli á fjármagni sem aflað var með sölu skuldabréfa til lífeyrissjóðanna, sem á þessum árum voru í hraðri uppbyggingu (Sigurður E. Guðmundsson, 2005). Verkalýðshreyfingin hafði fyrir kjarasamninga árið 1974 sett fram þá kröfu að þriðj­ ungur alls húsnæðis sem byggt væri í landinu væri á félagslegum grundvelli. Að þessari kröfu var gengið að hálfu ríkisvaldsins og staðfest með yfirlýsingu þáverandi vinstri stjórnar í febrúar 1974. Við undirritun kjarasamninga í febrúar 1976 var þetta markmið áréttað af ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks (Húsnæðisstofnun ríkisins, 1995b). Í samræmi við hinar nýju áherslur stjórnvalda á níunda áratugnum jukust byggingar verkamannabústað- anna verulega og þær náðu sínu sögulega hámarki á þessu tímabili, þ.e. yfir 2000 íbúðum og um 14% af öllum íbúðabyggingum í landinu. Viljinn til eflingar verkamannbústaðanna sást á því að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980-1983, þar sem formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, var félagsmálaráðherra, gaf vorið 1980 út yfirlýsingu um byggingu samtals 1500 íbúða í verkamannabústöðum á árunum 1981-1983 (Húsnæðisstofnun ríkisins, 1981). Vegna skammlífis og erfiðrar glímu þessarar ríkisstjórnar við stjórnlausa verðbólgu var þó einungis lokið við um 700 íbúðir á þessu árabili, sem þó var veruleg aukning frá því sem áður hafði sést (Húsnæðisstofnun ríkisins, 1985). Áhrif samráðsstefnunnar á sviði húsnæðismála náðu svo hámarki í samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins árið 1986 um nýtt almennt húsnæðislánakerfi, sem byggði á samningum við lífeyrissjóðina um að 55% af ráðstöfunarfé þeirra rynni til húsnæðiskerf­

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.