Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 59

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 59
 61 Jón Rúnar Sveinsson sveitarfélagsins í heimakjördæmi félagsmálaráðherrans – og nær öllum stjórnendum og milli­ stjórnendum er starfað höfðu hjá Húsnæðisstofnun ríkisins var sagt upp störfum. Afleiðingar lokunar félagslega húsnæðiskerfisins urðu þær að félagslegar eignaríbúðir hurfu fljótlega af sjónarsviðinu sem húsnæðisvalkostur fyrir láglaunafólk. Nýbyggingar fé- lagslegra eignaríbúða höfðu að mestu fjarað út er leið á tíunda áratuginn, en það sem meira máli skipti var það að endursala slíkra íbúða – um 800 íbúðir árlega 1994-1998 – stöðvaðist. Félagslegar leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga eða félagasamtaka voru um þessar mundir orðnar um 4000 talsins (Félagsmálaráðuneytið, 2000), samanborið við um 7000 félagslegar eignar­ íbúðir, þannig að mögulegt framboð félagslegra íbúða fyrir þá sem versta stöðu höfðu á íslenskum húsnæðismarkaði var í einu vetfangi lækkað um næstum 2/3 hluta. Viðbótarlán sem valkostur? Í stað félagslegra eignaríbúða var í hinum nýju húsnæðislögum, er tóku gildi þann 1. janúar 1999, tekið upp nýtt lánafyrirkomulag viðbótarlána, er ætlað var að koma að fullu í stað félagslegra eignaríbúða. Um var að ræða verulega einföldun frá eldri félagslegum lánum, því viðbótarlánin nýju fólu það í sér að umsækjendum, er voru undir hliðstæðum tekjumörkum og gilt höfðu í fyrra félagslegu lánakerfi, stóðu nú til boða viðbótarlán úr hinu almenna lána­ kerfi, húsbréfakerfinu, til kaupa á íbúðum á almennum fasteignamarkaði. Fólki undir tekju­ mörkum bauðst þannig að taka lán fyrir 90% af verði íbúðar, eins og í eldra kerfi, en hafði nú val um kaup á almennum markaði og var þar með ekki bundið við framboð tiltekinna félags­ legra íbúða hverju sinni. Kerfið var þó ekki galopið, því fjöldi lána var ákvarðaður af sveitar­ stjórnum einstakra sveitarfélaga. Úthlutun viðbótarlánanna var í höndum sveitarfélaganna, sem fól í sér valddreifingu samanborið við miðlæga úthlutun húsnæðismálastjórnar og Hús­ næðisstofnunar áður (Stjórnartíðindi 1998, lög nr. 44). Árið 2002 var aflétt söluhindrunum félagslegra eignaríbúða, sem gilt höfðu allar götur frá upphafi verkamannabústaðanna. Þar með voru fyrri girðingar félagslegra eignaríbúða gagnvart almennu eignarhúsnæði á frjálsum markaði í raun afnumdar og hinn félagslegi íbúðaforði orðinn hluti almenns fasteignamarkaðar (Stjórnartíðindi 2002, lög nr. 86). Hluti eigenda innan hins aflagða félagslega kerfis kaus að selja íbúðir sínar á almennum markaði og þar með að raungera uppsafnaðan hagnað, sem um þessar mundir fór mjög vaxandi, í um- hverfi síhækkandi fasteignaverðs aldamótáranna. Aðrir kusu að búa um sinn um kyrrt í sinni fyrrverandi félagslegu íbúð og nota í sumum tilvikum það veðrými – í oft sem næst skuld- lausri eign – sem skapast hafði við brottfall söluhindrana til þess að njóta hinna nýju lántöku- möguleika sem bankarnir buðu upp á við upphaf þeirrar lánabólu er hófst árið 2004. Á landsbyggðinni, þar sem ekki var fyrir hendi öflugur fasteignamarkaður og félags­ legar eignaríbúðir yfirleitt lítt seljanlegar, var sveitarfélögunum hins vegar veitt aðstoð við að vinda ofan af félagslega eignarkerfinu með aðstoð úr sérstökum sjóði, Varasjóði húsnæðis­ mála, sem stofnað var til samkvæmt húsnæðislögunum 1998. Viðbótarlánakerfið var við lýði árin 1999-2004, eða þar til Íbúðalánasjóður hóf að veita 90% lán, óháð tekjum umsækjenda. Á þessu árabili voru samtals veitt um 13.500 viðbótarlán, sem án vafa leysti úr húsnæðisvanda margra sem áður hefðu leitað lausna hans innan félags- lega eignaríbúðakerfisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.