Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 62

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Side 62
 64 Ljóst má telja að leigumarkaðurinn, bæði félagslegur og almennur hluti hans, muni öðlast aukið vægi í framtíðinni. Yfirstandandi efnahagskreppa mun hafa mikil áhrif á möguleika landsmanna til þess að búa til frambúðar í eigin húsnæði og koma til með að breyta innbyrðis hlutföllum eignamarkaðar og leigumarkaðar. Hlutfall þeirra landsmanna er búa í eigin húsnæði mun líklega lækka á næstu árum og er sú þróun reyndar hafin. Sá húsnæðisvandi sem endurteknar kreppur séreignarstefnunnar hafa kallað yfir Ís- lendinga hafa hingað til eingöngu kallað fram björgunaraðgerðir stjórnvalda til skemmri tíma og til lausnar aðsteðjandi bráðavanda. Um þessar mundir bíður íslenskur almenningur einmitt eftir slíku útspili stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er auðvitað vitnisburður um það með hverjum hætti húsnæðismálin eru orðin að lykilatriði í úrvinnslu efahagshrunsins 2008 og endurreisnarstarfi eftirhrunsáranna. Það sem mestu máli skiptir er þó úrvinnsla erfiðleika almennings í húsnæðismálum þegar til lengri tíma er litið. Það starf mun augljóslega kalla á víðtækt endurmat á öllum þeim grunnþáttum húsnæðismála sem við tókum í arf frá því húsnæðiskerfi sem byggt hingað til hefur verið upp á Íslandi. Tilvísanir 1. Jim Kemeny, sem nú er kominn á eftirlaun, ritar reglulega athyglisvert „rannsókna- blogg“ á netinu, Jim´s Research Notes, http://jims-research-notes.blogspot.com/. 2. Samkvæmt lögum um bygginga- og landnámssjóð frá árinu 1928, þ.e. ári áður en lög um verkamannabústaði voru sett, voru hafnar lánveitingar til byggingar íbúðarhúsnæðis í sveitum landsins (Stjórnartíðindi, 1928, lög nr. 35). 3. Í öðrum Evrópumálum en íslensku er talað um „korporatisma“. Stjórnmálafræðingar nota þetta hugtak núorðið til þess að lýsa samráði á vinnumarkaði, eins og það hefur þróast í vestrænum velferðarþjóðfélögum á borð við Svíþjóð og í fleiri löndum í Norð- ur- og Vestur-Evrópu. Uppruni þess er hins vegar í Suður-Evrópu, þar sem það var notað um stefnu fasistastjórna á borð við stjórn Mussolinis á Ítalíu og Salazars í Portúgal varðandi skipan vinnumarkaðar og kjaramála (sjá Svanur Kristjánsson, 1978; Gunnar Helgi Kristinsson, Halldór Jónsson og Hulda Þóra Sveinsdóttir, 1992). 4. Lengsta ræðan í meintu málþófi stjórnarandstöðunnar var um 10 klukkustunda ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, talin lengsta ræða þingsögunnar, og horfði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, nokkuð í kostnað við vélritun ræðunnar, sem hann lét reikna út að væri um 300 þúsund krónur (Alþingistíðindi, 1997-1998B). 5. Sjá svar Jóhönnu Sigurðardóttur við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar alþingismanns um félagslegar íbúðir og málefni Íbúðalánasjóðs (Alþingistíðindi, 2007-2008A:1163, þskj. 206).

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.