Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Síða 69

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Síða 69
 71 Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg þessari grein notum við gögn úr alþjóðlegri samanburðarkönnun frá árinu 2006 á fordómum og smán (Stigma in Global Context – Mental Health Study, SGC-MHS). Í könnuninni, sem lögð var fyrir úrtak almennings í 18 þjóðlöndum, voru hugmyndir fólks um geðræn vandamál og viðhorf þess til einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða skoðuð. Viðhorf þátttakenda voru fengin með því að biðja þá um að bregðast við persónulýsingu sem lesin var í upphafi könnunar. Hver svarandi fékk eina persónulýsingu, en mögulegt var að fá lýsingu á einstaklingi með einkenni geðklofa, þunglyndis eða astma. Astmalýsingin er notuð til samanburðar. Með þessu móti er hægt að skoða viðhorf svarenda í garð þeirra sem eiga við geðræn vandamál að etja, í samanburði við þá sem glíma við líkamlegt vandamál sem er ekki tengt neikvæðum viðhorfum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að spyrja ekki beint um fordóma heldur nota persónulýsingar af þessu tagi (Link o.fl., 1999; Martin, Pescosolido og Tuch, 2000; Martin o.fl., 2007; Pescosolido o.fl., 2010; Phelan o.fl., 2000; Schnittker, 2008). Markmið okkar er að meta fordóma og neikvæð viðhorf íslensks almennings gagnvart þeim sem eiga við geðræn vandamál að etja og skoða skýringarþætti þessara viðhorfa. Jafnframt munum við setja viðhorf Íslendinga í alþjóðlegt samhengi með því að bera þau saman við viðhorf almennings í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi fjölmiðla í að skapa og endurspegla umræðu um geðræn vandamál. Til að mynda hafa rannsakendur haldið því fram að aukin tenging geðrænna vandamála og ofbeldis í bandarískum dagblöðum hafi, þegar litið er yfir þróunina frá miðri 20. öld og fram til loka hennar, leitt til aukinnar hræðslu í garð einstaklinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða (Phelan o.fl., 2000). Sérlega áhugavert er að bera viðhorf á Íslandi saman við Bandaríkin og Þýskaland, vegna þess að þótt þessi lönd séu öll þróuð iðnríki hefur komið fram að fjölmiðlaumfjöllun um geðræn vandamál er ólík á milli þeirra, en umfjöllunin virðist vera neikvæðari í bandarískum fjölmiðlum en íslenskum eða þýskum (Sigrún Ólafsdóttir, 2007). Fræðileg umfjöllun Fordómar og smán Skrif Goffmans (1961) um fordóma og smán hafa haft mikil áhrif á rannsóknir innan félagsvísinda. Fræðimenn hafa skoðað fordóma gagnvart margvíslegum hópum, til að mynda krabbameinssjúklingum (Fife og Wright, 2000), samkynhneigðum (Causey og Duran- Aydintug, 1998), afbrotamönnum (Jón Gunnar Bernburg og Krohn, 2003) og bótaþegum (Page, 1984). Þá hefur stór hluti rannsókna á fordómum og smán einblínt á geðræn vandamál (Angermeyer og Matchinger, 1994; Pescosolido o.fl., 2008; Phelan o.fl., 2000). Link og Phelan (2001:377) hafa fært rök fyrir því að „smán verði til þegar stimplun, staðalmyndir, aðskilnaður, stöðumissir og mismunum eigi sér stað samtímis í valdaaðstæðum sem gera það mögulegt‖. Stimplun vísar til þess þegar menning samfélags flokkar fólk á grundvelli einkenna eða eiginleika sem talin eru skipta verulegu máli (Link og Phelan, 2001). Til að mynda er almennt ekki talið að kennitala einstaklinga segi mikið um eiginleika fólks en kynferði og kynþáttur eru hins vegar iðulega grundvöllur fyrir flokkun fólks og stöðu þess í samfélaginu (Fullilove, 1998; Gould, 1981). Þegar menningin tengir tiltekna stimplun við nei- kvæðar staðalmyndir og undirstrikar jafnframt aðskilnað á milli „okkar― og „þeirra― (Devine, Plant og Harrison, 1999; Morone, 1997) er hætta á að stimplun verði að smán.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.