Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 82

Íslenska þjóðfélagið - 01.05.2010, Qupperneq 82
 84 saman þrjú lönd, en samanburður einmitt þessara þriggja landa hefur þó gert okkur kleift að velta því upp hvernig fjölmiðlaumræða í þessum löndum tengist viðhorfum almennings. Í öðru lagi höfum við skoðað viðhorf almennings í tengslum við aðeins tvenns konar geðræn vandamál. Vera má að niðurstöðurnar væru aðrar ef skoðuð væru önnur vandamál, en það styður þó ytra réttmæti niðurstaðna okkar að þær eru að miklu leyti sambærilegar við niður- stöður fyrri rannsókna sem skoðað hafa fleiri tegundir geðrænna vandamála og aðra saman- burðahópa en þá sem þjást af astma (Martin o.fl., 2000). Enn fremur ber að hafa það í huga að þunglyndi er afar útbreitt geðrænt vandamál í þróuðum iðnríkjum og geðklofi með þeim alvarlegri. Loks hafa persónulýsingarnar ákveðnar takmarkanir í för með sér, jafnvel þótt margir rannsakendur telji þessa aðferð vera góða leið til að mæla viðhorf almennings til smánaðra hópa (Pescosolido o.fl., 2010). Ljóst er lýsingarnar fela í sér einkenni sem búast má við að kalli á neikvæð viðbrögð hjá svarendum, sem séu þá í einhverjum skilningi að bregðast „rétt‖ við neikvæðri hegðun frekar en að sýna fordóma. Til dæmis er viðbúið að svarandi telji að erfitt væri að tala við einstakling sem „heyrir raddir―. Þetta er að nokkru leyti réttmæt gagn- rýni, en á hinn bóginn er ljóst að persónulýsingarnar fela í sér fæst af þeim atriðum sem svar- endur eru spurðir um. Til að mynda fela persónulýsingarnar ekki í sér staðhæfingar um að viðkomandi sé hættulegur eða óútreiknanlegur. Í þessu sambandi sýnir samanburðurinn á milli landa fram á verulegan mun á viðhorfum almennings í löndunum þremur. Þótt persónu- lýsingarnar minnist ekkert á hættu sem gæti stafað af einstaklingnum eru svarendur í Banda- ríkjunum um fimm sinnum líklegri en svarendur á Íslandi til að telja einstaklinginn með geð- klofaeinkenni vera hættulegan. Svona niðurstöður gefa mikilvægar vísbendingar um þann veruleika sem mætir þeim sem þjást af geðrænum vandamálum í löndunum tveimur og gefa til kynna misjafnt umfang fordóma. Þau viðhorf sem mæta einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða hafa mikil áhrif á lífsgæði þeirra. Mikilvægt er að umræða um geðræn vandamál ali ekki á for- dómum og neikvæðum viðhorfum gagnvart þessum einstaklingum. Sá munur sem fram kemur milli landa á viðhorfum almennings sýnir okkur að útbreiddir fordómar gagnvart þessum hópi eru ef til vill ekki óumflýjanlegir. Heimildir Allison, Paul D. (2009). "Missing Data." Bls. 72-89 í The SAGE Handbook of Quantitative Methods in Psychology, ritstýrt af R. E. Millsap og A. Maydeu-Olivares. Thousand Oaks, CA: Sage Publications. Angermeyer, Matthias C. og S. Dietrich. (2006). "Public Beliefs about and Attitudes towards People with Mental Illness: A Review of Population Studies." Acta Psychiatrica Scandinavica, 113, 163-79. Angermeyer, Matthias C. og Herbert Matschinger. (1994). "Lay Beliefs about Schizophrenic Disorder: The Results of a Population Survey in Germany." Acta Psychiatrica Scandinavica, 89, 39-45. —. (1996). "The Effect of Violent Attacks by Schizophrenic Persons on the Attitude of the Public towards the Mentally Ill." Social Science and Medicine, 43, 1721-28. —. (2005). "Causal Beliefs and Attitudes to People With Schizophrenia: Trend analysis based
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.