Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 2
u2
Páll Briem.
Forngrikkir gjörðu og margar ráðstafanir til eflingar
almennrar heilbrigði. Um Jiað bera vott veitustokkar
miklir til bæja fyrir breint vatn og frá þeim fyrir óhreint
vatn, böð þeirra, fimleikir o. sv. frv.
Rómverjar stóðu Grikkjum að mörgu leyti ekki að
baki; sjerstaklega voru gjörðar margar heilbrigðisráðstaf-
anir á fyrstu og annari öld. Á síðari tímum Eómaveldis
hnignaði þessu eins og mörgu öðru, Læknislist hjá Róm-
verjum stóð samt í heild sinni á lágu stigi, og svo segir
Galenus (f um 200 e. Kr.), að læknar í Rómaborg á hans
tímum »sjeu í því einu ólíkir ræningjum, að læknarnir
fremji athæfi sitt í Rómaborg, en hinir í Sabínafjöllunum«.
Kristnin hafði mikil áhrif á heilbrigðismál. Hún
vakti meiri virðingu fyrir einstaklingnum sem manni;
umhyggja fyrir munaðarleysingjum, sjúklingum og fátæk-
lingum varð skylda; þar var hugsunin önnuren hjá Róm-
verjum, eins og Cató gamla, sem sagði, að maður skyldi
snara sjúkum þræli frá sjer eins og járnrusli eða ónýtum
búshlutum; því sagði Júlíanus keisari Apostata (f 363),
að það, sem gerði kristna menn sterka, væri mannkærleiki
þeirra við einstæðinga og bágstadda menn. En á hinn
bóginn varð virðing kristinna manna fyrir meinlætalifnaði
mjög hættuleg fyrir allar heilbrigðisráðstafanir. J>egar
það átti að vera gott verk, að láta líkamann sæta alls-
konar meinum, þá fylgdi með þessu, að ekki mátti liugsa
um heilbrigði hans. þ>að þóttijafnvel vottur um guðrækni,
að þvo sjer ekki, og var slíkt haft í frásögum um helga
menn; hvað þetta gat gengið langt, má sjá af því, [að
Klemens páfi III., sem uppi var á 11. öld,)gaf út bann
gegn því, að kristnir menn böðuðu sig eða þvæðu andlit
sín á sunnudögum. þJegar fyrstu reglur heilbrigðisfræð-