Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 31
Yíirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
31
En ekki er talað um ]iað ástæði, þegar sóttirnar koma upp
í því, áður en það leggur af stað, eða menn fara veikir á
skip út, og ekki er með berum orðum bannað, að hafa
samgöng'ur við land, áður en læknisrannsókn fer fram. þ>ó
er auðsætt, að einhver refsing þarf að liggja við þessu.
í l.gr. er svo ákveðið: «Eigi má setja neinn mann
(hvorki farþegja eða skipverja) af skipi (o: sóttbæru eða
sóttgrunuðu), fyrri en skipið er rannsakað». En lijer er
ekkert minnst á flutning í land á öðru en mönnum, og
þó berst sóttnæmið með fatnaði, varningi o. sv. frv. Að
vísu er í lögum 1879 talað um, að ráðgjafinn og lands-
liöfðinginn skuli hafa vald til að banna flutning tillands-
ins á varningi, fatnaði og farangri ferðamanna, en það er
livorttveggja, að langt væri að sækja þetta bann, þegar
skip eru komin í höfn, enda er átt við önnur ástæði í
lögunum 1S79. Ennfremur er talað um það í l.gr. laga
1875, «að setja mann í land», en ekki gjört ráðfyrirþví,
að sjúklingar flytji sig sjálfa í land.
þ>að mundi taka of mikið rúm, að rannsaka þetta
allt nákvæmlega, og fyrir því skal þess að eins getið, að
tilskipunin 1805 er miklu víðtækari, og má heimfæra
undir hana þau brot gegn hinum almennu og sjerstöku
varúðarreglum, sem eigi verða heimfærð undir sóttvarnar-
löginn 1875 og 1879 eða önnur lög.
Hegningu þeirri, sem ákveðin var meðtilskipun 1805,
er nú að miklu leyti breytt með hegningarlögunum, sótt-
varnarlögunum o. sv. frv., en fyrir ýms brot gegn henni
var engin hegning ákveðin í sjálfri tilskipuninni; samt
sem áður verða þó viðurlög fyrir slík afbrot að vera sektir,
og þar sem þær eigi eru tilteknar í lögunum, ákveður
dómarinn þær eptir áliti sínu. TJm slíkar álitssektir dóm-