Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 116
Klomens Jónssou.
11()
er hann síðast var heimilisfastur í, fyrir |tví, að umgetin
lög 7. febr. 1890 sjen för lians eigi til fyrirstöðu.
XI.
Takmörk á valdi hreppsnefnda
Nú hafa verið talin upp þau störf, er hreppsnefnd
getur framkvæmt á eigin hönd, en í ýmsum málum þarf
hreppsnefndin samþykki sýslunefndar til þess að ályktun
hennar sje gild. pessar ályktanir eru samkvæmt 26. gr.
sv. stj. tilsk. þessar:
1. Til þess að hækka upphæðir þa?r, sem eru á niðurjöfn-
unarskránni á því ári, sem yfirstendur. fetta er auð-
sætt, því þá er farið fram úr áætluninni, sem er bind-
andi,
2. til þess að sveitin takist á hendur nokkra skuldbinding
til langframa, sem ekki beinlínis hvílir á henni samkv.
lögum,
3. til þess að nokkuð verði borgað úr sveitarsjóð fyrir að-
stoð við sveitarstjórnarstörf, sem einhverjum berað leysa
afhendi eptir kosningu þar til; þettaverður nú að skilj-
ast um sjerstök störf sbr. lög um þóknun til oddvita
11. desbr. 1891,
4. til þess að á nokkru ári verði að samtöldu lögð á hrepps-
búa meiri útgjöld en svo, að nemi þriðjungi fram yfir
útgjaldaupphæð sama hrepps að meðaltölu um næstu 3
ár á undan.
Enda þótt þessi ákvæði sjeu næsta ljós, þá virðist
svo sem þau sjeu opt misskilin, og enn þá optar kem-
ur fyrir, að þeim sje eigi fylgt, vjer ætlum því, að ekki
sje of aukið þessu dæmi til skýringar: