Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 121
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
121
menn til peningaútláta. Er þar meðal annars ákveðið í
27. gr.:
»Eigi má fjárnámi taka af skuldunaut rúm og sæng-
urföt, er nauðsynleg eru honum, konu hans og börnum,
er hjá honum eru, nje heldur lín og íverufatnað, er þau
mega eigi án vera. Skuldunautur getur og undanskilið
frá fjárnámi hina helstu lífsnauðsynjamuni eður muni, er
nauðsynlegir eru honum við atvinnu hans, ef eigi nema
meiru að virðingarverði en 20 kr. eða 120 kr., eigi hann
heimili fyrir að sjá.') jui nær þetta eigi til skulda, sem
eru til komnar, áður en þessi lög öðlast gildi. pessa muni
er honum sjálfum heimiit að taka frá eptir geðþótta; sje
hann eigi viðstaddur aðförina, skal þeim, er fyrir eru á
heimilinu, gefinn kostur á að gjöra það. ponnan rjett til
að undanskiija muni fyrir tiltekið verð, eiga menn þó eigi,
þá er skattar eða önnur opinber gjöld eru tekin fjárnámi,
og heldur teigi verða munir undanskildir, sem veðsettir
eru fyrir skuhl þeirri, er fjárnámi skal heimta.»
4. kafli (33—53. gr.) er um aðförlna sjálfa og rjett-
arfarið.
4) Lög 3. jan. 1890 um lögreglusamþykktir fyrir kaup-
staðina veita heimild til, að setja samþykktir um reglu
og velsæmi í kaupstöðunum (Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði
og Keykjavík), hreinlæti, skipun lögregluliðs og eptirlit
með eldsvoða.
5) Lög 2. okt. 1891 um ákvarðanir, er snerta nokkur
almenn lögreglumál, veita dómara meðal annars heimild
til, að útkljá lögregluyfirsjónir í fyrsta sinni með að-
vörun, ef honum þykir full ástæða til þess, og jafnvel
1) Sbr. lög í íiorveg ^9. mars 1890, sjá Lögfræðing I. bls. 148.