Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 29
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
29
í hinum almennu hegningarlögum 25. júní 1869,
293. gr. er svo fyrir mælt, að hver sá maður skuli sæta
fangelsi, sem veldur næmum sjúkdómi eða því, að liann
dreifist út., með því að brjóta á móti lagaákvörðunum, sem
settar eru, eða varúðarreglum, sem yfirvöldin hafa skipað
fyrir um til þess, að afstýra næmum sjúkdómum eða út-
breiðslu þeirra. Ef miklar sakir eru, getur hegning þessa
manns orðið allt að 2 ára betrunarhúsvinnu.
Hjer þarf fyrst að gjöra greinarmun á, hvort menn
valda næmum sjúkdómum af ásettu ráði eða ekki.
Ef menn af ásettu ráði valda næmum sjúkdómi, þá
heyrir brot þeirra undir þau ákvæði hegningarlagannna,
sem gilda um manndráp og líkamlegar meiðingar, og er
hegning fyrir það miklu strangari heldur en hegning eptir
293. gr. liegningarlaganna.
J>etta sjest ljóslega af ástæðum fyrir hegningarlögun-
um lj og af 294. gr. hegningarlaganna, þar sem segir:
»Verði nokkur uppvís að því að dreifa út af ásettu ráði
næmum sjúkdómi í húsdýrum, þá varðar það hegningar-
vinnu allt að 8 árum«. petta er miklu harðari refsing
en sú, sem ákveðin er í 293. gr. hegningarlaganna, og er
auðsætt af þessu, að vægari refsingu sætir það eigi, ef
menn af ásettu ráði dreifa út næmum mannsjúkdómum-
Ef menn af ásettu ráði valda næmum mannsjúkdómum, þá
er það hegningarvert, hvort sem afbrotamaðurinn að öðru
leyti brýtur önnur lög eða varúðarreglur yíirvaldanna2).
1) Motiver til Udkast til Straffelov for Kongeriget Danmark.
Khavn 1804. bls. 257.
2) Að öðru leyti skal vísað til hinna ljósu og nákvæmu skýr-
inga um þetta efni í C. Goos, Forelæsninger over den
danske Strafferets spec. DeL Khavn, 1887, bls. 451—454.