Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 80
80
Páll Jjricm.
12 mánuði frá lýsingu lögfestunnar. Ef liann ekkistefnir
innan þessa tíma, verður að telja lögfestuna ónýta. í
Jónsbók er víða talað um, að maður skuli stefna, þegar
lögfest er, og í Landsleigubálki 52. kap. er skýlaust sagt:
»En ef liann gerir eigi svá, þá er ónýt lögfesta lians at
því sinni«.
Nú hefur verið farið nokkrum orðum um gildi lög-
festunnar. og skal því athuga hin nánari skilyrði lyrir
því, að ágangur á lögfesta haga varði við lög.
Af ákvæðum þeim í Landsleigubálki 16. kap., sem
að ofan greinir, sjest Ijóslega, að ágangur á lögfesta haga
varðar eigi við lög, ef fjáreigandi hefur sjerstakan varnað
á. Hann skal láta sitja yfir búfje sínu um daga og hafa
til þess mann, er skynsömum mönnum virðist að vel megi
gæta, ef hann vill. A næturnar þarf hann eigi að láta
sitja yfir búfje sínu, en hann skal þó láta reka búfjeð á
kveldin í það horn lands síns, sem fjarlægast er liögum lög-
festanda, eða í miðjan haga sinn, ef fleiri liafa lögfest.
Fyrir miðjan morgun skal fjáreigandi láta reka búfjeð úr
haga lögfestanda, það er hann má finna.
Ef fjáreigandi hefur þennan varnað á, þá er hann
sýkn saka, þó að hagi hins beitist.
Ákvæði Jónsbókar um lögfesta haga eru, eins og áð-
ur er sagt, tekin úr Grágás').
1) Grg. II. bls. 425—42ö: ,,Ef maðr ver land inanns lýriti, þá
skal hinn reka kvikfé sitt allt í þat horn lands sins, er first
er lýritar vörn hans. Nú hafa fieiri menn varit land hans lýriti,
þá skal hann láta reka féit í miðjan haga sinn of aptna.
Hann skal fundit hafa fé sitt, er sól er í austri miðju. þat
heita hirðis rismái, enda skal hann láta sitja at of daga. þótt
þar heitist amiara manna lönd, ef svá er úr rekit ok við var-
it, sem nú var tínt, þá sekst hann eigi á beitinni við þá. Eí