Lögfræðingur - 01.01.1898, Page 16
1()
I’áll Briem.
3. Almennar varúðarreglur. pó að það sjerjett,
að sóttvarnartilskipunin 1805 hafi fullt gildi hjer á landi,
]iá mun samt sjaldan liafa verið fvlgt hinum almennu var-
úðarreglum, sem ]iar eru fyrir skipaðar. pessar reglur hafa
víst verið heppilegar á sínum tíma, en nú eru þær lítt
framkvæmandi í öllu. Samt sem áður er rjett, að skýra
frá peim, eins og |iær eru, og skal þá fvrst nefna varúð-
arreglur, sem á að liafa í sjávarsveitunum. Eptir orðunum
í 27. gr. ‘) mætti álíta, að eigi ætti að hafa neinar var-
úðarreglur, nema Jiegar hættulegar sóttir ganga í öðrum
löndum, en bæði er það, að einliverjar hættulegar sóttir
munu að jafnaði ganga í öðrum löndum, og svo sjest af
7. gr„ að jnfnan ber að hafa einhverjar varúðarreglur í
sjóbæjunum, og því virðist hið sama verða að gilda um
sjávarsveitirnar. þetta er og í samkvæmni við nýrri sótt-
varnarlög t. d. sóttvarnarlögin dönsku 2. júlí 1880, 1. gr.
Samkvæmt þessu ber jafnan að hafa varúð við að-
komuskip í sjávarhjeruðum utan sjóbæja, og eru þær fólgn-
ar í því, að þesssjegætt: 1. aöhvorki sjeu fiuttir menn eða
munir í land frá neinu skipi, fyrri en vissa er fengin fyr-
ir því, að skipið sje ekki grunsamiegt eða með öðrum
orðum laust við sóttnæmi, og 2. að hjálp sje veítt við
strönd eða í neyð, án þess að landinú sje stofnuð hætta.
þegar skip því kemur að landi, og útlit er fyrir, að
1) Tilsk. 1805, 27. gr. Varúðarreglur við strendur lands-
ins. — J>egar hættulegir sjúkdómar ganga erlendis, skal,
eins og áður er sagt, rannsaka aðkornuskip einungis í sjó-
bæjunum, og því skal í sjáfarhjeruðunum á þeim tíma að eins
hafa gætur á því:. a) að menn eða munir sjeu oigi fluttir
i land frá neinu rkipi, fyrri en vissa er fengin fyrir því, að
skip'ið sje eigi grunsamlegt; — b) að hjálp sje veitt við
strönd eða í neyð, án þess að landinu sje stofnað í hættu.