Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 23
Yfirlit yfir sóttvarnarliig íslanrls.
23
ir er að ræða, þá verður hið sama að gilda um þessar
tvær drepsóttir. —
í tilskipun 1805, 26. gr. er lagt svo fyrir alla skip-
stjóra, að þeir megi alls ekki afhenda föt þeirra manna,
er deyja á skipttm þeirra, nema þeir hafi gjört heilbrigð-
isstjórninni aðvart um lát mannsins áður, og að hún hafi
leyft slíkt. J>etta verður þó að gilda eingöngu, ef mað-
urinn hefur dáið af veikindum, sem geta verið sóttnæm.
Ef skip þau, sem hjer er um að ræða, koma beint
frá útlöndum á aðra staði en hina 7 tilteknu sóttvarnar-
staði, þá eiga þau að sæta allt að 200 kr. sektum fyrir
slíkt brot; auk þess verður að vísa þeim á sóttvarnar-
staðina, jafnvel þótt engin veikindi sjeu á skipunum, því að
lögin ganga auðsjáanlega út frá því, að á þessum stöðum
sjeu að eins tök á, að fá fulla tryggingu um heilbrigðisá-
stand í skipum (sbr. tilsk. 1805, 28. gr.).
Öll þau skip, sem koma frá þeim löndum, þar sem
auglýstar landfarsóttir ganga, eða sem næmar sóttir hafa
gengið í á leiðinni, skal rannsaka, áður en hafa má sam-
göngur við land (lög 1875, 1. gr., sbr, lög 1879, 1. gr.
og tilsk. 1805, 7. gr.).
Ef skipið reynist laust við sóttnæmi, þá fær það heil-
brigðisvottorð (sjá tilsk. 1805, 7. og 28. gr.). En ef sú
verður raunin á, að á skipinu sjeu grunsöm veikindi, eða
að þau hafi gjört vart við sig á leiðinni, eða að heil—
brigðisástand skipsins sje svo í heild sinni, að hætt sje
við, að sýkin flytjist í land, þá má livorki flytja menn eða
muni í land, en heilbrigðisstjórnin skal gjöra þær ráðstaf-
anir, sem með þarf, til umönnunar sjúklingum, til þess
að dánir menn verði fluttir úr skipinu, og til þess að jiað
verði hreinsað; skal skipið látið vera aðskilið frá öðrum