Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 15
Yfirlit yfir sóttvarnarlög íslands.
syn á, að ákveðið yrði, að hina sömu meðferð skuli einn-
ig viðhafa við flekkusótt (a: mislinga) og aðrar þvílíkar
næmar landfarsóttir, er fluttar kynnu að verða til íslands
frá öðrum löndum, og virðist næg heimild vera fyrir því
í tilsk. 8. fehr. 1805, 8. gr. c. Stjórnardeildin hefur því
borið mál þetta undir konung, og hefur honum þóknast
allramildilegast að ákveða með úrskurði 6. f. m., að sótt-
varnarhaldsnefndirnar skuli einnig hafa gætur á flekkusótt
og öðrum næmum iandfarsóttum, og að um sóttir þær
skuli fara á sama hátt, og fyrir er mælt um bólusótt í
opnu brjefi 20. júní 1838« *). í lögunum 17. des. 1875
um sóttvarnir er sjerstaklega talað um bólusótt og hina
austurlensku kólerusótt, en svo er enn fremur talað um
sóttvarnir gegn mislingasótt, skarlatssótt eða öðrum næm-
um sóttum (1. gr. sbr. 3. gr.).
1 tíiskipun 1805 og lögum 1875 er talað um allar
næmar sóttir, og í lögum 24, okt. 1879, 1. gr. er talað
um hættulegar næmar sóttir, en í ráðgjafabrjefi 5. júlí
1851, sem hefur fengið gildi sitt með konungsúrskurði 6.
júní s. á., er miðað við uæmar landfarsóttir; er eðlilegt
að setja takmörkin við það. Samkvæmt þessu verður að
telja allar drepsóttir svo sem: pest, kóleru, gula hitasótt
og bólusótt með sóttvarnarsjúkdómum, og enn fremur all-
ar aðrar landfarsóttir svo sem : taugaveiki. mislingasótt,
skarlatssótt, inflúensu, barnaveiki, díftlieritis. kíghósta,
hettusótt o. sv. frv. Aptur á móti geta aðrir næmir sjúk-
dómar, er eigi ganga sem landfarsóttir, eigi talist með
sóttvarnarsjúkdómum svo sem tæring, næmir hörundssjúk-
dómar o. sv. frv.
1) Lovs. f. I:jl. XV. bls. 147. Tíð. um stjórnarmálefni. II. bls. 238.