Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 74
74
Páll Briem.
Ennfreraur er þess að geta, að formálinn í 17. kap.
er svo í sumum bestu handritum Jónsbókar, að þar er
lögfestunni eigi að eins beint gegn almenni, heidur og
gegn tilteknum manni. par segir: »Fyrirhýð ek þér
héðan af ok hverjum manni« ') o. sv. frv. Um þessalög-
festu er skýiaust, sagt, að hún skuli gihla 12 mánuði.
Sjerstaklega virðast orðin í 26. kap. samt taka af
allan efa. juir segir, að sá leggi timmtarstefnu, er heldur
þykist þurfa. Eptir að lögfest er. getur hvor málsaðila
sem vill höfðað málið. Lögfestanda er heimilt að stefna
þegar í stað, en hann getur sleppt því og skorað á and-
stæðing sinn að stefna eða leita heimihla sinna.
Við fyrsta tilfellið eiga orðin, sem koma á eptir sjáifri
lögfestunni, þar sem segir: »Enn eptir lögfestu mína legg
ek fimmtarstefnu Ýið þik á fimm nátta fresti hér á jörðu
þeirri, er ek lögfesti. Eiga hvárt er ek vil úti eða inni,
ok sé allr dagr til stefnu, til þess er ek hefi málum mín-
um lokit.« fetta á við það tilfelli, þegar lögfestandi stefn-
ir sjálfur þegar í stað.
Næstu orðin: »Beiði ek þik lagaheiðslu ok lýritar, at
leggja fimmtarstefnu móti lögfestu minni,« eiga við það
tilfelli, er lögfestandi eigi hugsar sjer að stefna sjálfur,
heldur skorar á andstæðing sinn að stefna.
Orðin: »Býð ek þér at gera heimildarmanni þínum
stefnu til varnar móti sakargipt minni eptir lögum« eiga
loks við það tilfelli, er lögfestandi hvorki ætlar sjálfur að
stefna þegar í stað nje ætlast til, að andstæðingur sinn
stefni þegar í stað, heldur skorar á andstæðing sinn að
nota tímann til að stefna heimildarmanni sínum 1 2).
1) Ng. gl. Love. IV. bls. 265.
2) í lögfestu-íormúlari, sem prentað er í Fornyrðum Páls Vída-