Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 119
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
119
sýsluraanni á aö ónýta ráðstöfunina mcð þeim sömu
skilyrðum, og að framan er sagt. Yfir höfuð að tala
virðist sýslunefnd, eptir því sambandi, sem er á milli
liennar og hreppsnefndar, hafa æðsta vald til að útkljá
málefni hreppsins (shr. 38. gr.), þar sem cigi verður
sagt annað, en að úrskurður sýslumanns eins með áfrý-
un til landshöföingja sje að eins millibilsráðstöfun, af
því að svo erfitt og dýrt er að kalla sýslunefnd saman.
Eptir nýnefndri grein getur sýslunefndin einnig, ef henni
virðist hreppsnefndin liafa látið greiða ólögmæt útgjöld,
eða neitað að borga það, sem lmn á að greiða, eða leitt
hjá sjer að framkvæma nokkra nokkra aðra ráðstöfun, sem
hún er skyld til, eða hún á annan hátt hafi farið fram
yfir það, sem hún hefur vald til, gjört þær ráðstafanir,
sem mcð þarf í þessu efni, og, ef nauðsyn ber til, beitt
þvingunarsektum, til þess að boðum hennar verði fylgt,
og þar að auki komiö fram ábyrgð á liendur hinum ein-
stöku hreppsnefndarmönnum við dómstólana. þvingunar-
sektirnar má taka fjárnámi án frekari fyrirvara.
8je mál höfðað gegn hreppsnefndarmönnum fyrir brot
á móti embættisskyldu sinni er það venjulega sakamál,
og eru þær greinir í hegningarlögum, er helzt getur orðið
spurning um að beita gegn hreppsnefndarmönnum, 136.
gr., 144. gr.sbr. 145. gr. Hinsvegar njóta hreppsnefndar-
menn einnig lagaverndar, þá er þeir eru að gegna starfi
sínu, sjá 101. gr. og 102. gr. hinna almennu hegningarlaga.