Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 103
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
103
en auðvitað er það ]>ó siðferðisleg skyida. Viðvíkjandi
jiurfanoannalánmri skal ]>að lijer tekið fram, að samkv. 3.
gr. í lögum 24. janúar 1890, er sveitarstjórnin í dvalar-
sveit föður, sem á óskildgetið barn, skyld að greiða úr-
skurðaða meðlagsupphæð með barninu, en þó eigi néma
síðustu ársmeðgjöf, ef móðirin fær vottorð um J>að frá
sveitarstjórninni í sinni dvalarsveit, að bún sje eigi ein
fær um að annast barnið, og er hreppsnefndin auðvitað
skyld að gefa slík vottorð. f>egar þetta skilyrði er fvrir
liendi, er lireppsnefndin í dvalarsveitinni skyld án nokk-
urra útúrdúra að borga meðgjöfina, Síðan gengur hún
að föðurnum með borgunina, en geti liann eigi borgað, á
liún rjett til endurgjalds hjá framfærsluhrepp föðursins.
Ef barnsfaðirinn vitanlega er fjárþrota, þá þarf hrepps-
nefndin í dvalarsveitinni eigi að gjöra neitt frekara, einkum
virðist engin ástæða til að láta reyna lögtak hjá föðurn-
um, ef hann t. a. m. þiggur eða hefur þegið nýlega af
sveit j>ar, sem liann dvelur. Vistarsveitin krefur því fram-
færslusveitina um upphæðina,' og er hún tafarlaust skyld
að endurborga hann án nokkurra undanbragða, sem tæp-
lega geta komizt lijer að. Sje faðirinn eigi vitanlega ör-
eigi, þarf vistarsveitin að láta framkvæma lögtak hjá hon-
um fvrir upphæðinni, og fáist þá eigi neitt, þá snýr hún
sjer til framfærslusveitarinnar (sjá Stj.tíð. 1897, B. bls. 44).
Framfærslusveit föðursins hefur síöan alveg sama rjett
gagnvart föðurnum, og dvalarsveitin áður hafði, og eiukum
getur hún látið föðurinn afplána þessa meðgjöf. Ef barns-
faðirinn á eigi framfærslurjett hjer á landi kemur í stað-
inn vistarsveit sú, sem faðirinn átti 40 vikum fyrir fæð-
ingu barnsins. Ef móðirin er látin, burtfarin eða af öðr-
um ástæðum eigi fær um að annast framfærslu og upp-