Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 36
36
Páll Briem.
Aðrir næmir sjúkdómar, en þeir sem nú hafa verið
nefndir, svosem inflúensa, barnaveiki, diftheritis, kíghósti,
taugaveiki og blóðsótt mega kallast lögleyfðir sóttvarnar-
sjúkdómar, því að sóttvarnir gegn þeim eru eigi lögákveðn-
ar, en þær eru lögleyfðar.
Landshöfðingi getur fyrirskipað sóttvarnir gagnvart
þessum sjúkdómum, en hann er bundinn við það, að land-
lækni »þyki nauðsyn til bera«.
Hjeraðslæknar hafa einnig vald til, að fyrirskipa varn-
ir gegn útbreiðslu lögleyfðra sóttvarnarsjúkdóma, en vald
þetta er að eins til bráðabirgða, og skal hjeraðslæknir
skýra landshöfðingja frá þessum fyrirskipunum sínum, svo
fljótt sem verða má.
Auk þessa hafa lögin enn ákvæði til þess að tryggja
það, að eigi sjeu lagðar neinar óþarfa hindranir í veg fyr-
ir útbreiðslu þessara sjúkdóma, því að í 2. gr., þar sem
talað er um sóttvarnir gegn þeim, er svo sagt, að lands-
höfðingi geti gjört fyrirskipanir um sóttvarnirnar nþegar
þeir sjúkdómar eru skæðir eða ganga víða eða aðrar sjer-
stakar ástæður knýja til þess».
pað er eigi sagt í lögunum, hverjar ástæður geti
i'knúiðn til að setja sóttvarnirnar, enda er eigi auðveltað
nefna þær orsakir, sem þetta sje víst um. Aptur á móti
er auðvelt að skilja hin önnur skilyrði, er lögin setja,
22. maí 1890 um hundaskatt og fleira má sýsluuefnd og
bæjarstjórn semja reglur um lækning á hundum af band-
ormum, meðferð á sullum úr sauðfje, og gjöra aðrar ráð-
stafanir, sem henni þurfa þykir, til varnar gegn suilaveik-
inni. í lögunum er ákveðið, að menn skuli til varnar gegn
sullaveikinni grafa sulli úr skepnum, sullmengað slátur,
hausa af höfuðsóttarkindum eða brenna þetta.