Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 167
Lögíræðingur.
er tímarit vnn lögfræði, löggjafarmál og jijóðhagsfræði. |>að
er um 10 arkir að stærð. kemur út að sumrinu, á árs-
fjórðungnum júlí til september og kostar lkr. 50aura, ár-
gangurinn, pað fæst hjer á landi hjá öllum póstmönn-
um, lijá bóksölum í Reykjavík. ísaflrði, Akureyri og Seyð-
isfirði og hjá ýmsum fleiri.
Útsölu erlendis hefir á hendi bóksali Sigurður Kristj-
ánsson í Reykjavík.
Fyrsti árgangur Lögfræðings hefur fengið góðar við-
tökur hjá landsmönnum og selst hetur, en liægt var að
gjöra sjer í hugarlund. Fyrsti árgangurinn hefur einnig
fengið góða ritdóma eigi að eins í hlöðunum ísafold (24.
árg. 1?97, hls. 317) og Stefnir 5. árg. 1897 bls. 47), heldur
og í útlendum tímaritum eptir hinn norska vísindamann
dr. A. Taranger (Tidskrift for Retsvidenskab, 11. árg.
1898. bls. 192—193) og vorn ógleymanlega íslandsvin og
stórmenni í heimi vísindanna, háskólakennara dr. juris
K. Maurer (Krit. Vierteljahrschrift fiir Gesetzgebung und
Rechtswissenschaft. 1898., 3. F., IV. Bd. bls. 335—341),
sem endar ritdóm sinn á heillaóskum fyrir hinu nýja tímariti.
I næsta árgangi eiga að vera:
1. Endir á ritgjörðinni um ágang búfjár.
2. Framhald eða, ef unnt er, endir á ritgjörðinni um
erfðaábúð, sjálfsábúð og leiguábúð, sem var látin í
þetta sinn víkja fyrir ritgjörðinni um sóttvarnirnar.