Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 137
Yfirlit yfir löggjöf íslands 1887—1897.
137
manni, er þeir ráða á skip sín, viðskiptabók, og skal í
henni vera nákvæmur vistarsamningur. 3. kaflinn (20—
31. gr.) lögskráningarbálkur ákveður, að sjerhver skipstjóri
á hjerlendu skipi skuli láta bæjarfógeta eða sýslumann
lögskrá menn til skiprúms, ef hann ræður nýja menn á
skip sitt hjerlendis eða leysir skipverja úr vist. En bæj-
arfógeti eða sýslumaður skal láta sýna sjer viðskiptabækur
skipverja og rannsaka, hvort skipstjóri hefur gætt skyldu
sinnar eptir lögskráningarbálki'). 4. kaflinn heitir skips-
agabálkur. 1. kapítuli þessa bálks (32—35. gr.) er um
stjórn og aga á íslenskum skipum; er þar meðal annars
ákveðið, að skipverjar skuli sýna skipstjóra og öðrum yfir-
mönnum tilhlýðilega virðingu og hlýða þeim tafarlaust, en
hins vegar á skipstjóri og aðrir yfirmenn að fara sóma-
samlega með skipverja og annast velvegnun þeirra eptir
megni. 2. kapítuiinn (36—42. gr.) er um yfirsjónir far-
manna. 3. kapítuli (43—52. gr.) er um glæpi farmanna.
4. kapítuli (53—70. gr.) er um kaup skipverja, rjett þeirra
til að ganga úr skiprúmi, heimsending, sjúkdómskostnað
og ýmislegt fleira; þessi kapítuli veitir skipverjum ýms
hlunnindi og tryggir rjett þeirra. í 5. kapítulanum eru
almenn ákvæði (71—72. gr.). Er þar ákveðið, að lands-
liöfðingi skuli semja reglugjörð 1 2) um viðurværi skipsliafn-
ar og liver læknislyf skuli vera á skipinu. Loks er ákveð-
1) Sbr. Leiðarvísi fyrir skráningarstjðra 15. nóv. 1890 (Stj. tíð.
1090, B. bls. 177—183).
2) Sbr. Reglugjörð um viðurværi skipshafna á íslenskum skip-
um, svo og um það, hver læknislyf skuli vera á skipi og
hve mikið af þeim, 29. des. 1890 (Stj.tíð. 1890. B. bls. 193—
195), og reglugjörð um viðurværi skipshafna á isl. fiskiskip-
um 29. febr. 1896 (Stj. tíð. 1896. B. bls. 11—12.).