Lögfræðingur - 01.01.1898, Qupperneq 161
Ritsjá.
161
er tæplega hægt að neita því, að þetta sje arðsamt fyrir-
tæki eða gróðafyrirtæki, en það myndi taka of mikið rúm
að gagnskoða þetta atriði, og fyrir því skal aptur hverfa
að orðinu »fast aðsetur«. í sveitarstjórnartilskipun 1872,
19. gr. var ákveðið, að útsvörunum skyldi jafnað niður á
alla »hreppsbúa« eptir efnum og ástandi. fJetta orð hafði
áður verið í frumvörpum stjórnarinnar, og átti að vera
sama sem orðið »búendur«, er alþingi hafði í bænarskrá
sinni 1853. í framkvæmdinni reyndist orðið »hreppsbúar«
viðsjált og vafasamt. |>ess vegna var því breytt í lögun-
um 9. jan. 1880 í »alla þá, sem eiga lögheimili í hreppnum«.
Jafnhliða þessu var í bæjarstjórnarlögunum haí't ann-
að orð. þar var ákveðið, að útsvarið skyldi leggja á »alla,
sem hafa fast aðsetur í bænum«. J>etta orð sigraði svo
með lögunum 9. ágúst 1889. |>ar er ákveðið, að niður-
jöfnun sveitarútsvaranna skuli ná »til allra þeirra manna,
er hafa fast aðsetur í hreppnum«.
J>essi orð »fast aðsetur« voru upprunalega komin inn
hjer á landi með bæjarstjórnartilskipun Eeykjavíkur 20.
apr. 1872, 22. gr., en í hana voru þau tekin upp úr bæjar-
stjórnarlögunum dönsku 26. maí 1868, 29. gr.J), þar sem
eru höfð orðin: »fast Ophold«, og eru sömu orð höfð í sveit-
arstjórnarlögum Dana 6. júlí ,1867, 21. gr.
J>að er mikilsvert fyrir ísland, að hafa sameiginleg
lagaákvæði með Dönum, þar sem eigi er þörf á að hafa
þau öðruvísi, og í þessu efni er mikið varið í að geta
liaft tillit til þess, hvernig orðin »fast Ophold« eru skilin
í Danmörku. Um þau eru til bæði dómar, ráðgjafaúrskurðir,
og amtráðsúrskurðir. Góðar upplýsingar í þessu efni
eru hjá Th. Weiss, Praktisk Yejledning til Behandling af
kommunale Sager. I. Khavn. 1895, bls. 136—139, 398—
401 og 406—417.
í Danmörku er maður, sem dvelur í Kaupmannahöfn
sem ríkisdagsmaður, eigi talinn að hafa þar fast aðsetur,
auðsjáanlega af því, að vera hans um 4 mánuði er óvís
og ótiltekin. Hið sama gildir um mann í kynnis-
för hjá vinum og ættingjum. J>ó að maður sje skuld-
1) Sjá Al|)ingistíð. 1871. II. bls. 87.
Lögfræðingur II. 1898.
11