Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 160
Ritsjá,
1 (»0
•
lengist dvölin um */* mánuð aftilviljun, óhöppum o. sv. fn\
f>á er ljóst, að dvölin getur eigi fullnægt því, að vera
fast aðsetur fulla 4 niánuði.
Ef dvölin aptur á móti er ákveðin og vís, þá sýnist
lnin alveg fullnægja því að vera fast aðsetur. Ef menn
þannig ráða sig til kennara um 4 mánuði, þá verður
dvöl kennarans að teljast fast aðsetur, og sama virðist
verða að gilda, þegar menn ráða sig yfir vetrartímann
sem fjárhirðar, ráða sig til sjávar um 4 mánaða tíma, eða
sem vormenn og kaupamenn 4 mánuði, eða gjöra sig út
til sjáfar bæði vetrar- og vorvertíð yfir 4 mánuði. í öllum
þessum ástæðum er dvölin ákveðin, ráðin, og því virðist
mega telja hana fast aðsetur; þó að menn liafi lög-
heimili annarstaðar, þá virðist það enga þýðingu liafa,
því að dvöl manna er eins föst fyrir það. En þá er mun-
urinn á aðsetri og lögheimili, að útsvar má leggja á alla
þá, sem eiga lögheimili í hreppnum, þó að þeir dveiji þar
lítið eða ekki, en ef menn hafa aðsetur í hreppi, þá þarf
það að vera fast og vera um fulla fjóra mánuði. pá fyrst
þegar dvölin er fast aðsetur, getur hún valdið því, að út-
svarið í lögheimilishreppnum verður að lækkast.
En þó að einhver hafi fast aðsetur í einhverjum hreppi
um 4 mánuði, þá getur misjafnlega staðið á. Hann get-
ur leitað sjer atvinnu sjálfur, ef liann er lausamaður, kenn-
ari o. sv. frv. |>egar svo er ástatt, þá kemur eigi fram
spurningin um að kalla atvinnu hans arðsamt fyrirtæki,
en nú getur hann verið hjú annars. [>á er alls eigi hægt
að leggja á hjúið útsvar sem atvinnureka. Ef á að leggja á það,
]iá er eigi hægt að leggja á neitt annað en tiltölulegan
hluta af árskaupinu. [>annig er það alkunnugt, að menn
miða ekki útsvar verslunarstjórans við verslunararðinn,
heldur við laun hans, og eins verður að vera um hjúið.
[>egar svona er ástatt, kemur fram spurningin um arð-
samt fyrirtæki. Höf. kallar slíkt vitleysu, því að fyrirtækið
megi ekki vera arðsamt með vinnu einni heldur og með
fje. En ef einhver maður tæki 100 vinnumenn, sendi þá
til Austfjarða, ijeti þá ráða sig upp á hlut og fengi að
meðaltali fyrir hlutinn 500 kr., þá væru tekjur hans
50 ]iús. kr., en hreinar tekjur, ef til vill °20 þús. kr. I>aö