Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 89
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
8!)
sína, getnr það bakað henni ábyrgð. Ef fasteignin erseld
á leigu á einhvern óvenjulegan hátt eða tíma, eða sjer-
stök kvöð verið lögð á hana, verður nefndin að leita sam-
þykkis - sýslunefndarinnar. Ef meiri kostnaður útheimtist
til þess að halda fasteignum tiihlýðilega við, sem einkum
getur komið fyrir hvað þinghúsið snertir, en svo að hann
geti borgazt við hina árlegu niðurjöfnun, skal einnig út-
vega samþykki sýslunefndarinnar.
f. Fjármál hreþþsins o g fj árh ald.
Hreppsnefndin skal á ári hverju við lok reiknings-
ársins semja áætlun yíir tekjur og gjöld hreppsins næsta
reikningsár, en það nær frá fardögum til fardaga. Upp
í áætlun þessa skal taka tekjumegin þær föstu tekjur,
sem til eru, svo sem tíundir, hundaskatt, arð af fasteignum, ef
til eru, sektir og aðrar óvissar tekjur, og að endingu þá
upphæð, sem jafna þarf niður. Gjaldamegin skal taka
fram, meðlag með ómögum, styrk til þurfamanna, sýslu-
sjóðs- og sýsluvegagjald, kostnað við sveitastjórn, óviss
gjöld o. s. frv„ og skal áætlunin lið fyrir lið vera eins
og réikningurinn, sjá hjer síðar. Af því alltaf má búast
við einhverjum ófyrirsjeðum gjöldum, sem kunna að bæt-
ast við annaðhvort að nýju eða til hækkunar einstökum
liðum, þá verður að hafa óvissu gjöldin nokkuð rífleg;
þegar allir gjaldliðirnir eru komnir, og tekjumegin þær
vissu tekjur, skapast sú upphæð af sjálfu sjer, er jafna
þarf niöur. það er auðvitað, að liðirnir, sízt gjaldlið-
irnir, verða eigi ákveðnir með nákvæmri vissu, en nefndin
verður þó að gera sjer far um að reyna að semja áætl-
unina eins nákvæma og unnt er, því áætlunin er í raun-
inni bindandi regla fyrir fjármálum hreppsins það árið,
sem eigi má fara fram úr, nema brýnasta nauðsyn beri