Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 118
118
Klemens Jónsson.
andi til oddvita hreppsnefndarinnar, en jafnframt skal
hann senda um þetta skýrslu til amtmanns, sem apt-
ur sendir hana til landshöfðingja, og leggur hann endi-
legan úrskurð á málið; jafnframt skal einnig senda
hreppsnefndinni eptirrit af skýrslunni. pað er auðvitað
að hreppsnefndin er skyld að hlíta skipun sýslumanns
að svo miklu leyti því verður við komið, þangað til úr-
skurður landshöfðingja er fenginn, en með því að hrepps-
nefndin á jafnframt að fá eptirrit af skýrslu sýslumanns,
þá hlýtur hún að hafa rjett til að senda landshöfðingja
sitt álit á málinu, svo getur og landshöfðingi leitað á-
lits nefndarinnar um málið, áður en hann leggur úrskurð
á þáð. En auk þessa, sem fram er tekið í 27. gr. sv.
stj. tilsk,, hefur sýslumaður einnig vald til að ónýta
fyrst um sinn með sömu skilyrðum hverja þá ráðstöf-
un, sem hann álítur, að sveitin geti haft tjón af. þ>etta er
mjög víðtækt vald, því hjer krefst eigi, að ráðstafanirn-
ar sje gagnvart lögum, heldur er hjer að tala um álit
sýslumanns yfir höfuð; en þar sem allajafna má ætla,
' að hreppsnefndin þekki betur hvað bezt tilhagar í sveit-
inni en sýslumaður, þá má einnig ætla, að hann beiti
eigi þessu valdi, nema virkilegar ástæður sjeu til og þá
aldrei, ef um einbera smámuni er að ræða, heldur um
mikilsvarðandi tilfclli, og eptir árangurslaust að hafa
reynt til að hindra það á annan hátt.
b. í>ó að það sje eigi með berum orðum tekið fram, þá
leiðir það af sjálfu sjer, að sýslunefndin, þegar hún
heldur fund, getur ónýtt þær ráðstafanir, sem hrepps-
nefnd hefur gjört, og sem stríða á móti 26. gr., en hún
getur einnig ekki síður ónýtt, ef eitthvað er gjört til
skaða fyrir sveitina, eða þá að minnsta kosti bent