Lögfræðingur - 01.01.1898, Síða 141
Yfirlil yfir l"'ggjöf íslands 1887—1897.
141
anna um ráðstafanir gegn sullaveikinni, sjá bls. 36 lijer að
framan.
92) Lög 22. maí 1890 um tollgreiðslu veita fastakaup-
manni heimild til, að fresta greiðslu á nokkrum liluta
(helming) tolls allt að því 3 mánuði, gegn því að fá lög-
reglustjóra í hendur öll umráð yfir hinum tollskyldu vörum.
93) Lög 19. febr. 1892 um að meta til dýrleika nokkr-
ar jarðir í Vestur-Skaptafellssýslu ákveða, að meta skuli
til dýrleika í hundraðatali allar þær jarðir í Vestur-
Skaptafellssýslu, er á árunum 188(5—'91 liafa orðið fyrir
stórkostlegum skemmdum af völdum náttúrunnar, sbr. augl.
landsliöfðingja 20. maí 1896 í Stj.tíð. 1896. B. bls. 67-68.
94) Viðaukalög 24. nóv. 1893 við lög 12. júlí 1878
um lausafjártíund ákveða, að tíunda skuli gufuskip, sem
ganga til fiskiveiða eða hvalveiða þannig, að þau, sem
sjeu allt að 50 smálestir, skuli talin 15 hundr,, en stærri
gufuskip 30 hundruð.
95) Lög 2. febr. 1894 um aukatekjur þær, er renna í
landssjóð. Lögin eru í 68, gr. og skal hjer nefna nokkur
gjöldin:
í 1. kap. (1—13.gr.) eru talin dómsmálagjöld; nokk-
ur þeirra eru svo:
Fyrir stefnu 50 aura, fyrir að taka fyrir mál 1 kr.,
fyrir að leggja dóm á mál 1 kr., fyrir að yfirheyra vitni
30 aura, hvert þeirra, fyrir að kveðja menn í rjetti til
skoðunar, virðingar o. sv. frv. 30 aura fyrir hvern mann
og að auki 1 kr. (sama gjald skal greiða fyrir eiðfesting),
fyrir staðfesting og innsiglun rjettargjörða 50 aur. Fyr-
ir mál um 50 kr. eða minna greiðist hálft gjald. I hjúa-
málum eru dómgjöldin alls 50 aura. Við landsyfirdóm-
inn greiðist helmingi hærra gjald, en í hjeraði.