Lögfræðingur - 01.01.1898, Blaðsíða 156
156
Páll Briem.
selja 126 jarðir, en nú var brevtt til moð borgunarskil-
málana þannig, að kaupandi átti að vísu að borga fyrst
*/t kaupverðsins, en liinir |irrr fjórðungar kaupverðsins
áttu að greiðast á 28 árum með 6°/0 í vexti og afborgun.
167) Lög 6. nóv, 1897 um að stjórninni veitist heimild til
að hafa skipti á 7 hundruðum, er landssjóður á í jörð-
inni Nesi í Norðfirði, og kirkjujörðinni Grænanesi sama
staðar. Svo er til ætlast í lögunum, að þetta sje jafn-
skipti.
þurrabúðarmenn:
168) Lög 12, jan. 1888 um þurrabúðarmenn. Sam-
kvæmt lögum þessum eiga þeir, sem vilja gjörast þurra-
búðarmenn í hreppum, að biðja sjer byggðarlevfis bjá
hreppsnefndinni. jmrrabúðarmaðurinn á að vera ráð-
deildarsamur og reglumaður og eiga auk klæðnaðar fyrir
sig og skuldalið sitt 4u0 kr. virði skuldlaust. þó má
gjöra undantekning frá þessu með samhljóða atkvæðum
allra hreppsnefndarmanna. Lf hreppsnefnd neitar, þá
getur þurrabúðarmaður skotið máli sínu til sýslumanns,
en úrskurði sýslumanns má skjóta til amtmanns (l-2.gr.).
]>egar landsdrottinn byggir þurrabúð, þá á hann að
gefa þurrabúðarmanni byggingarbrjef, þar sem skýrt sje
tekið fram um ábúðartíma, rjettindi og skyldur þurrabúð-
armanns. »Nú hefur landsdrottinn vanrækt að gefa bygg-
ingarbrjef, og skal þurrabúðin þá álítast byggð þurrabúð-
armanni og ekkju hans æfilangt, og með þeim leigumála,
er þurrabúðarmaður viðurkennir, nema landsdrottinn sanni,
að öðruvísi hafi verið um samiðn.
þessi eru ákvæði um þurrabúðir utan kaupstaðar og
verslunarstaðar. þurrabúðinni á að fylgja lóð að minnsta
kosti 400 ferhyrningsfaðma að stærð; hún á að hafavið-
unauleg húsakynni og hún á að afhendast með úttekt.
j>egar lóðin er óræktuð, á þurrabúðin að vera byggð
til 8 ára að minnsta kosti, þurrabúðarmaður á að rækta
lóðina og girða lóðina á 7 árum, en vera undanþeginn
eptirgjaldi þessi ár.
Brot o'een lösunum varða 1 —100 kr. sekt.